Skírnir - 01.01.1935, Side 115
Skírnir]
Bleik lauf.
113
Framan af, meðan þetta var að þróast í huga hans,
var þó ekki laust við, að hann kynokaði sér ögn við að
horfa í augu veruleikans, — óttaðist aðallega bros kunn-
ingjanna og mótþróa vandamannanna. En smám saman
viðraðist mor aukaatriðanna burtu; og síðustu vikurn-
ar var sterk og voldug eftirvænting orðin ein um völdin
í huga hans. Hann var stundum gripinn eins konar
hamslausri forvitni um úrslit þessa máls. Myndi honum
v.erða synjað þessa ráðs — líka — eða, eða mundi —?
Stundum þóttist hann lesa í augum hennar glað-
legt samþykki, en annað veifið dró hulu tómlætis fyrir
sjónir hennar, og þá var jafnframt nokkur eimur þótta og
stórlætis í svip hennar. — En hvað ætlaðist forsjónin
fyrir, að því er hann snerti í lífinu; var honum ætlað
að ganga slyppum frá á skiptivelli hinna dýrstu hnossa?
Hann átti heimtingu á einhverju skýlausu svari vjð
þe.irri spurningu.------
Þannig var afstaða mannsins til konunnar og svo
þeirra hvors til annars, hið myrka, snjóþunga desember-
kvöld, þegar frjóknapparnir sprungu út. —
Hann kom hæfilega seint til kvöldverðarins, eins og
endranær, og þegar hann sté inn úr dyrunum með þessa
venjulegu afsökunarbeiðni á vörum, í tilefni af hinni
óskeikulu óstundvísi, þá fann hann það, að nú hlutu
allar stíflur að springa. Og hún, sem hafði þó haldið, að
þetta mundi dragast fram yfir helgina, — hún skildi nú,
að svo mundi eigi verða.
Hún skaut aukagetunni inn á borðið: riklingnum
og hinum reykta laxi ásamt tveimur linsoðnum hænu-
eggjum. — En naumast gat heitið, að hann snerti við
nokkrum mat. Því er svo háttað, að sterkum hughreyf-
ingum fylgir venjulega megnt lystarleysi.
Þau gerðu tilraun með veðrið, meðan hann var að
drekka teið: að svo virtist, sögðu þau, sem frostið væri
ögn meira nú með kvöldinu heldur en verið hefði um há-
degisbilið. En umtalsefnið tæmdist á augabragði, og yf-
8