Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 116
114
Bleik lauf.
[Skírnii’
ir þeim grúfði þessi einkennilega, ráðlausa þögn, sem
oftast er undanfari mikilla tíðinda.
Hún beið kyrrlát úti við þilið þess, er koma átti.
Hún hafði búizt bæði nál og fingurbjörg og fjallaði um
dúk, án þess þó að henni gæti orðið neitt úr verki, því
að þessu sinni hafði hún valið sér sæti þar í stofunni,
sem skuggsýnast var.
Hann leitaðist við að einbeina hugsuninni, reyndi
að fylkja nokkrum velvöldum orðum, er sagt fengju
allt. En hann átti við botnlaust samhengisleys.i að stríða.
— Hin fyrri æfintýri höfðu ekki þarfnazt neinna orða, —
annað byrjað með klípum og eltingum, sem gáfu af sér
koss á næsta augnabliki. — Að hinni stúlkunni hafð.i
hann hnigið í miðju sönglagi og orgelið rambað undir
þunga sameiningarinnar. — En hér var ekki við æskuna
að eiga, hér varð að koma einhverri mynd á ástarjátn-
ingu, þó að orðin stykkju undan hugsuninni eins og
stóð í fjalli.
En senn stóð hann þó upp og hvarf til hennar út í
forsæluna.
,,Þér saumið, frú, — þér saumið“, mælti hann í
lágum hljóðum. „En það er þetta, að eg — ,eg hefi í
rauninni ekki nema um tvo kosti að velja héðan af:
Þegja og fara héðan alfarinn á þessu kvöldi, eða þá
hitt, að segja yður hvernig nú er komið. Vitið þér það,
frú, að líf mitt og hamingja er ekki annað en ofurlítil
garnhnota í yðar höndum? Þér ráðið sjálf hvað þér
saumið úr þeirri hnotu. En mér f.er eins og manninum:
Eg stend hér og get ekki annað. Þér skiljið það, frú, að
þér eruð dýrmætasta konan, sem orðið hefir á vegi mín-
um,‘ — einasta konan í þeim skilningi, — það er mér
óhætt að segja“.
Hún tók einmitt saman garnhnoturnar, meðan hann
talaði, og vafði saman dúkinn, sem hún hafði haldið á.
,,Eg held þér séuð að gera að gamni yðar“, mælti hún
alvarlega. „Eruð þér nú viss um, að það séu ekki öllu
heldur þessar — þessar e.igur, sem maðurinn minn sál-