Skírnir - 01.01.1935, Side 117
Skírnir]
Bleik lauf.
115
ugi lét mér eftir, sem draga hug yðar að mér?“ Hún
hafði alténd álitið það siðferðilega skyldu sína, að hreyfa
einhverri þvílíkri athugasemd áður ,en umskiptin yrðu.
En um leið og hún sleppti orðinu, sá hún þó eftir þess-
ari voðalegu ásökun.
„Eigur yðar“, mselti hann ákafur. „Eg sé að hugsa
um eigur yðar! Eg get fullvissað yður um það, bezta frú,
að mér er öldungis ókunnugt um eignir yðar. — Þér
búið hér í húsi — þér búið hér í eigin húsi — að sögn,
þér hafið ríkmannlegt innan stokks og þessleiðis. En
þér getið verið skuldunum vafin, jafnt fyrir því. — Eg
veit ekkert um-------“.
„Það er ekki það“, greip hún fram í. „Það er ekki
það. Við höfum sjálfsagt bæði tvö ástæðu til að óttast
meira einhver önnur missmíði en það, að eg sé skuldug.
— Eg hefi hugsað um þetta stöku sinnum áður, því að
eg hefi þótzt sjá — eða mér hefir stundum fundizt —“.
„Á — hefir þér fundizt, góða mín“, greip hann
fram í. „Hugsað áður — hugsað um þetta áður“.
„Æ-i, þær geta komið, — skulum — skulum heldur
færa okkur til“, sagði hún.
En samt færðu þau sig ekki til. Og svo þroskaðir
voru þessir frjóhnappar og svo ómótstæðilegur gróand-
inn, að þau gerðu sér naumast grein fyrir hversu þetta
atvikaðist, hvort það var heldur hann, sem tók hana á
kné sér, — eða hún settist þar sjálfkrafa.
„Það er verst að eg er orðin of gömul handa þér,
góði minn“, mælti hún hljóðlátlega eftir fyrstu atlotin.
„Eg vil ekki heyra þetta nefnt“, sagði hann glað-
lega. „Þú ert ekki gömul í mínum augum. Og allt jafn-
ar sig, máttu vita. Eg kem á eftir, sannaðu til, —•' eg
kem á eftir“.
„En þú nærð mér þó ekki, er eg hrædd um“.
„Eg er búinn að ná þér, góða mín. Eða má eg ekki
skilja þetta svo? — Og þér — þér verður áreiðanlega
ekki sleppt aftur“.
8*