Skírnir - 01.01.1935, Side 118
116
Bleik lauf.
[Skírnir
„Veiztu nema eg geti haldið nógu fast á móti?“
hvíslaði hún brosandi.
„Þá er vel, einskis mundi eg óska fremur“, sagði
hann og ræskti sig hóglátlega.
„Aðeins að þetta geti nú orðið okkur báðum til
ynd.is og farsældar", mælti hún. „Ó, lífið er stundum
svo varasamt".
Því svaraði hann fáu einu, sagði á þá leið, að hún
þyrfti engu að kvíða í því efni — og reyndar hvorugt
þeirra; þetta, að hann væri nokkrum árum síðar í heim-
inn kominn en hún, það stafaði eingöngu af hans gömlu
óstundvísi. Hann sagði það brosandi og það var hlýlegur
glampi í augum hans, því hann vildi múra sig niður í hinni
nýju, áþreifanlegu vissu um þráðan, mikilsverðan vinn-
ing. — Hann vaggaði henni ögn eða líkt og reri með hana
fram í gráðið, fann að hún sé í, fann ósjálfrátt, að fjaður-
magn æskunnar var horfið, eins og við var að búast.
En hann fann þó jafnframt, að nú var markinu náð.
Þetta var það, sem blánað hafði í draumfjarskanum
undanfarna mánuði. Blóðrík, þrekvaxin kona, sem bæði
var fagurhend og hárprúð — og eins og hann vissi:
naumast grátt hár í vanga, — en, sem mestu skipti, traust
kona og góð.
Hann hafð.i talið, að sig varðaði ekkert um efstu
tólf árin af aldri hennar — mótmælt þeim. Það var raun-
ar misskilningur, þau voru þar öll með tölu.
En saknaðareimurinn í huga hans nú, í tilefni af
liðnu vori, var þó ástæðulaus, eins og framast mátti verða.
Hann hafði einmitt skilið það frá upphafi, að það var
einungis hásumarjð, sem orðið gæti hlutskipti hans, —-
hásumar, sem hallaði ögn að hausti. Styrkvar þallir
stóðu þó enn í fullum blóma, svo að átta árin næstu
gátu orðið .einkar hlýlegt haust. — Nei, ekki haust -—
naumast haust, — síðsumar.
En hvað tók svo við? — Hann varpaði kastljósi út
í framtíðina; og hinum megin við sextugshæðina blast.i