Skírnir - 01.01.1935, Page 119
Skírnir]
Bleik lauf.
117
við hvítavetur elliáranna; því að stefnufesta lífsins er
miskunnarlaus.
Og skyndilega þaut um hann leifturhröð hugsun:
Þá — þá yrði nóg komið; á þeirri hæð ætti hann vissu-
lega heimtingu á einhverri breytingu. Því veturinn vildi
hann ekki þola, veturinn yrði hvorugu þeirra til gagns
eða yndis.------
,,Nú held eg að einhver sé að koma, góða mín“,
hvíslaði hann.
„Jæja, elsku, slepptu mér. Það eru líklega stúlk-
urnar“, anzaði hún. Og þau stóðu bæði snögglega á
fætur.
Samt var enginn að koma. Hann hafði sagt það
hinsegin. — Hún var svo þung.--------
En í vökulokin, þegar allt var orðið hljótt, gengu
þau saman um húsið og skoðuðu það hátt og lágt. Hon-
um le.izt prýðilega á herbergjaskipun; og í stilltum,
hljóðlátlegum orðum tóku þau að draga helztu fram-
tíðarlínurnar. Hún gat ekki séð, að þau hefðu eiginlega
eftir neinu að bíða, senn hvað liði. — Hvað honum
fyndist?
Honum? — Nei, þau höfðu fráleitt eftir neinu að
bíða úr þessu, endurtók hann brosandi, eins og annars
hugar, — þess hugar, sem var eins konar sambland af
óljósum ugg og greinilegri öryggistilfinningu. — Og
hann féllst á allar hennar skynsamlegu ráðagerðir, að
því einu tilskildu, að þau yrðu gefin saman í kyrrþey.