Skírnir - 01.01.1935, Page 122
120
Höfuðskáld Norðmanna vestan hafs.
[Skírmr
sem var á sléttunum í Dakóta-ríkjunum eða í Manitoba
og Saskatchewan-fylkjum, og hver þjóðstofn, sem í hlut
átti. Hér við bætist, að Rölvaag lýsti eigi aðeins í ofan-
nefndum skáldsögum sínum norsku frumbyggjalífi vestan
hafs, heldur einnig menningarlegum aðstæðum og baráttu
þeirrar kynslóðar, norskrar ættar, sem tók við af land-
nemunum, og árekstrinum milli eldri og yngri kynslóðar
landa hans vestur þar. Sú saga endurtekur sig einnig með-
al íslendinga og annara innfluttra þjóðflokka þeim megin
hafsins. Vandlegur lestur þessara djúpstæðu og tímabæru
skáldsagna Rölvaags ætti því að glæða hjá íslendingum
heima fyrir skilning á lífskjörum og menningarbaráttu
landa þeirra vestan hafs. En ekki er það einskis vert fá-
mennri þjóð, að ættarböndin séu sem traustust, samvinn-
an sem greiðust og f jölþættust, milli sona hennar og dætra
heima og erlendis.
II.
Það var hreint engin tilviljun, að Rölvaag varð um
aðra rithöfunda fram skáld landnemalífsins vestan hafs.
Líf sjálfs hans gerði honum létt fyrir, að skilja og túlka
aðstæður og hugsunarhátt norskra frumbyggja þar í landi.
Hann var sem þeir innflytjandi, þó hann flyttist vestur
um haf seint á árum, og hafði háð svipaða baráttu og þeir
í nýja heimkynninu.
Hann var fæddur 22. apríl 1876, á eyjunni Dönna
(Dyney) norður í Helgeland (Hálogalandi), rétt sunnan
við heimskautsbauginn. Að skírnarnafni hét hann Ole Ed-
vart Pedersen, en tók sér, er til Vesturheims kom, ættar-
nafnið Rölvaag, eftir vog einum á fæðingarey hans.
Hrjóstrugt er landið norður þar, en svipmikið; and-
stæðnanna land bæði að ásýndum og veðurfari. Veturinn
situr þar lengi að völdum ár hvert, húmþungur og storma-
samur, en ekki á hann síðasta orðið; Norðurland Noregs
er einnig dýrðarheimur miðnætursólarinnar, og um sól-
björt sumardægrin klæðast haf og hauður einstæðri feg-
urð og ógleymanlegri. Hrikaleikur slíks umhverfis og and-