Skírnir - 01.01.1935, Page 123
Skírnir]
Höfuðskáld Norðmanna vestan hafs.
121
stæður þess hafa, að vonum, djúp og varanleg áhrif á
skapgerð og lífshorf þeirra, sem þar alast upp og eiga
dvöl. Rölvaag bar þess einnig alla ævi mörg merki í lífs-
skoðunum, að hann var borinn og barnfæddur Norðlend-
ingur (Hálogalendingur), og kennir þess víða í ritum hans.
Seiðandi fegurð átthaga hans heillaði hann til daganna
enda.
Þar sem landkostir eru jafn rýrir á æskustöðvum
hans og að ofan greinir, eru fiskiveiðar aðalatvinnuvegur-
inn. Kynslóð eftir kynslóð höfðu forfeður hans veri? sió-
menn, og sama máli gegndi um aðra byggðarbúa. Þarf
ekki að lýsa fiskimannalífinu þar norður frá fyrir íslenzk-
um lesendum, sem gagnkunnugir eru, hverjum örðugleik-
um og hættum það er bundið, að sækja gull í greipar
ægis, ekki sízt á vetrarvertíðum.
Ólst Rölvaag því upp við ærið harðrétti, og kemur
það glöggt fram í eftirfarandi frásögn frá bernskuárum
hans, sem jafnframt lýsir því, hvert hugur hans stefndi
þegar á unga aldri. Hann var einhverju sinni á gangi með
móður sinni, er degi var tekið að halla; höfðu þau verið
niður við sjó að safna þangi til skepnufóðurs, og voru nú
á heimleið. Tók móðir hans hann þá við hönd sér og spurði,
hvað hann ætlaði að verða, þegar hann kæmist til manns.
„Eg ætla að verða skáld“, svaraði hann. Var þetta í eina
skiptið, sem hann sagði nokkrum ættmenna sinna hug sinn
í því efni. Brosti móðir hans góðlátlega að svarinu, en
setti alls ekki ofan í við hann, og varð honum það bros
hennar minnisstætt. Veturinn þann, sem þetta gerðist, var
svo þröngt í búi hjá foreldrum Rölvaags, að kartöflur og
söltuð síld voru á borðum í allar máltíðir, og varð að halda
sparlega á, svo að allir á heimilinu fengju sinn skerf.
Skólaganga Rölvaags á æskuárum nam aðeins nokkr-
um vikum vetur hvern; eigi var hann heldur neinn garpur
við námið. En hann bætti upp takmarkaða skólafræðslu
sína með miklum og næsta víðtækum bóklestri, því að í
fæðingarhéraði hans var gott ríkisbókasafn. Eftirtektar-
vert er það, að fyrsta skáldsagan, sem hann las, var norsk