Skírnir - 01.01.1935, Síða 124
122
Höfuðskáld Norðmanna vestan hafs.
[Skírnir
þýðing á hinni víðkunnu frumbyggjalífslýsingu, The Last
of the Mohicans, eftir ameríska sagnaskáldið James Feni-
more Cooper; er lýsing þessi hárómantísk, en það átti ein-
mitt fyrir Rölvaag að liggja, að verða meistarinn í raun-
sæum lýsingum á landnema- og innflytjendalífi vestan
hafs. Annars er svo að sjá sem sögulegar skáldsögur hafi
verið honum sérstaklega kær lestur á þessum árum; en af
norskum rithöfundum las hann mest Björnstjerne Björn-
son og Jónas Lie. Það er ennfremur til marks um bók-
hneigð Rölvaags í æsku, að hann frétti einu sinni til ein-
taks af skáldsögunni Ivanhoe eftir Walter Scott í þorpi
nokkru í tveggja mílna fjarlægð; lagði hann þá af stað
fótgangandi til að fá hana að láni, og var tvo daga í þeirri
ferð. Snemma vaknaði einnig skáldið í honum; innan við
fermingaraldur settist hann dag einn við að semja skáld-
sögu og lauk við nokkrar blaðsíður hennar; en ekki var
það fyrr en löngu síðar, á síðustu menntaskólaárum hans
í Vesturheimi, að hann snéri sér aftur að skáldsagnagerð,
enda átti hann öðrum störfum og fjarskyldum að sinna
næstu árin.
Fimmtán ára að aldri varð Rölvaag sem sé fiskimaður
í Lófót og hélt því áfram um fimm ára skeið. En þó að
hann væri sjómaður ágætur og sjómennskan kenndi hon-
um margt um mennina og lífið sjálft, varð hún honum
minna að skapi með hverju ári, sem leið. Honum stóð óljóst
fyrir hugskotssjónum annað og hærra takmark í lífinu.
Svo gerðist sá atburðurinn, sem varð til þess að gjörbreyta
framtíðaráætlunum hans. í janúar 1893 skall á eitt af
stórviðrunum, sem stöðugt vofa yfir höfði fiskimannanna
á vetrarvertíðinni þar norður við heimskautsbauginn, og
margir af vinum og félögum Rölvaags drukknuðu þann
örlagaríka dag. En bátur sá, sem hann var háseti á, komst
með naumindum í höfn. Þessi harmþunga reynsla upp-
rætti með öllu kulnandi ást hans á sjómennsku og sæför-
um. Hann einsetti sér, að komast eitthvað í burt, þangað,
sem hann hefði fleiri tækifæri, meira olnbogarúm, til
sjálfsþroskunar og tjáningar. Skrifaði hann því föður-