Skírnir - 01.01.1935, Page 128
126
Höfuðskáld Norðmanna vestan hafs.
[Skírnir
III.
Rölvaag var norskur og norrænn í merg og bein,
tengdur heimalandi sínu og kynþætti traustum böndum.
Kemur það þá ekki á óvart, að hann var víðlesinn í ís-
lenzkum fornritum og hafði tekið ástfóstri við þau, bæði
Eddurnar og fornsögur vorar. Seildist hann þangað ó-
sjaldan eftir tilvitnunum til áréttingar máli sínu og lík-
ingum. Þegar hann flutti, í áheyrn þess, sem þetta ritar,
kveðjuorð við jarðarför kennara síns í norskum fræðum
við St. Olaf College og fyrirrennara síns í forsetastól þeirr-
ar kennsludeildar, valdi hann að einkunnarorðum erindin
alkunnu úr „Hávamálum“: „Deyr fé, deyja frændr“. í rit-
um Rölvaags ber einnig mest á þessu tvennu: annars vegar
ást hans á Noregi og menningarlegri arfleifð þjóðar hans;
hins vegar umhugsuninni um framtíð og hlutskipti norskra
innflytjenda og afkomenda þeirra vestan hafs. Ekkert er
heldur eðlilegra en að hver sá, sem metur að einhverju
dýru verði keyptar menningarerfðir þjóðar sinnar, vilji
sem allra lengst sporna við því, að þær séu seldar við
sviknu gjaldi og látnar fara í glatkistuna.
í þágu viðhalds norskrar tungu og menningar í skól-
um og heimahúsum vestan hafs samdi Rölvaag þess vegna
á árunum 1918—1922 fjórar kennslu- og fræðibækur um
norsk efni, að ógleymdum sæg ritgerða í sama anda, víðs-
vegar í norsk-amerískum blöðum og tímaritum. Merkast
þeirra er ritgerðasafnið Omkring Fædrearven (Um feðra-
arfinn, 1922), sem ritað er af miklum eldmóði og á köfl-
um með leiftrandi snilld. Var það bjargföst sannfæring
Rölvaags, að með því einu móti að varðveita sem lengst
menningarlegt sjálfstæði sitt, gætu Norðmenn vestan hafs
lagt varanlegan skerf til amerískrar menningar. Honum
var það hið mesta harmsefni, hversu fljótlega og umhugs-
unarlaust margir landar hans þarlendis snéru baki við
ættarerfðum sínum, og fyrir því eggjaði hann þá lög-
eggjan, að halda sem lengst tryggð við tungu sína og arf-
leifð. Hann gat ekki til þess hugsað, að þeir kæmu tóm-
hentir að veizluborði amerískrar framtíðarmenningar, eða