Skírnir - 01.01.1935, Page 129
Skírnir]
Höfuðskáld Norðmanna vestan hafs.
127
soguðust niður í hringiðu þjóðablöndunarinnar vestra, svo
að þess sæust engin menningarleg vegsummerki, að þeir
hefðu þar komið við sögu. Skáldið Stephán G. Stepháns-
son gerðist málsvari sömu þjóðræknisstefnunnar í hinu
snjalla ljóði sínu „Þing-kvöð“, er hann segir:
„Nú skal bera á borð með okkur
bót við numinn auð,
margar aldir ósáð sprottið
íslenzkt lífsins brauð:
Allt, sem lyfti lengst á götu,
lýsti út um heim,
nú skal sæma sveitir nýjar
sumargjöfum þeim —
sumargjöfum öllum þeim“.
En slík stefna í þjóðræknismálum er allt í senn: sprottin
upp af hollum þjóðarmetnaði, heilskyggn og langsýn, rækt-
arsöm jafnt við kjörlandið sem heimalandið.
Með það fyrir augum að halda vakandi menningar-
legri ábyrgðartilfinningu landa sinna vestan hafs og glæða
hana, studdi Rölvaag einnig af alefli hin ýmsu félög þeirra
í landi þar, sem að því marki unnu og vinna, ekki sízt
Norsk-ameríska Sögufélagið (The Norwegian-American
Historical Association), en hann var einn af stofnendum
þess, um langt skeið ritari þess, og lífið og sálin í störfum
þess, meðan hans naut við. Hann lét sér, í einu orði sagt,
fátt eða ekkert það óviðkomandi, sem stutt gat að varð-
veizlu og viðhaldi norskrar tungu og menningar í Vestur-
heimi.
Slíkur var þjóðræknis- og þjóðræktarmaðurinn Röl-
vaag, menningarfrömuður og merkisberi þjóðar sinnar
á erlendum vettvangi. Aðaláhugaefni sagnaskáldsins Röl-
vaags voru af sama toga spunnin; verndun og ávöxtun
settararfsins og framtíðar-hlutskipti Norðmanna vestan
hafs eru meginþættir í skáldsögum hans, þó að þær séu
^ieð öllu lausar við þjóðarrembing og þröngsýni.