Skírnir - 01.01.1935, Síða 130
128
Höfuðskáld Norðmanna vestan hafs.
[Skírnir
IV.
Fyrsta skáldsaga Rölvaags, sem á prent kom, var
Amerika-Breve (1912), rituð undir dulnefninu Paal Mörck.
Er hún að miklu leyti sjálfsævisaga höfundarins fyrstu
ár hans í Vesturheimi, og hreint ekki ómerkileg bók, þar
sem um frumsmíð er að ræða; að minnsta kosti er auð-
sætt, að glöggskyggn maður heldur þar á pennanum, og
líklegur til stærri bókmenntalegra afreka þá er honum
vex fiskur um hrygg.
Tveim árum síðar sendi Rölvaag frá sér næstu skáld-
sögu sína, Paa glemte Veie (Á gleymdum leiðum), undir
sama dulnefninu og áður. Færist hann nú meira í fang að
því er söguefni snertir; lýsir hér aðallega sálarlegum
þroskaferli auðugs bónda, sem vinnur sigur á sjálfum
sér og verður sáttur við lífið eftir langa og harða baráttu;
en merkilegust er þó skáldsaga þessi fyrir það, að hún
bendir fram á við til hinna meistaralegu landnemalífslýs-
inga skáldsins.
En nú skall á heimsstyrjöldin, sem öllu ruddi úr
skorðum og kom róti á hugi hugsandi manna hvarvetna.
Æðisgangur hennar og áhrif áttu sinn þátt í því, að hlé
varð nú á skáldsagnagerð Rölvaags, enda samdi hann á
þeim árum framannefnd kennslu- og fræðirit sín um norsk
efni. Eigi var það heldur fyrr en að styrjöldinni lokinni
(1920), að hann ritaði og lét frá sér fara næstu skáld-
sögu sína, To Tullinger (Tvö flón); má þar sjá þess glögg
merki, að hann hafði á stríðsárunum, sem margir aðrir
kennarar í erlendum tungumálum vestan hafs, átt í vök
að verjast fyrir ofsóknum þröngsýnna þjóðrembings-
manna, og í ofanálag orðið að þola þungbæran ástvina-
missi. En í skáldsögu þessari, sem er eitt hinna merkari
rita hans, lýsir hann valdi ágirndarinnar yfir mannssál-
inni og tortímingarafli hennar, kröftuglega og óneitanlega
víða með snilldarbragði. Hann er í vígahug og beinir skeyt-
um sínum sérstaklega að fjárgræðgi og efnishyggju landa
sinna vestan hafs; en miklu er frásögnin beinaberari og
persónulýsingarnar blóðlausari en æskilegt væri, af þeirri