Skírnir - 01.01.1935, Side 131
Skírnir]
Höfuðskáld Norðmanna vestan hafs.
129
.sök, aS höfundurinn hefir um skör fram einbeitt athygli
sinni aS meginhugmynd bókarinnar einni saman.
í kjölfar hennar sigldi næsta ár (1921) skáldsagan
Længselens Baat (DraumaskipiS), sálræn og ljóSræn lýs-
ing á tilfinninganæmu og listhneigSu ungmenni, sem leit-
ar úr Noregi vestur um haf, í von um aS sjá þar rætast
drauma sína og hugsjónir, en verSur fyrir sárum von-
brigSum og líf hans fer í mola. Ekki féll bók þessi í frjóan
jarSveg hjá löndum skáldsins vestan hafs, og mun mörg-
um þeirra hafa þótt nóg um bersögli hans, eins og raunar
bæSi fyrr og síSar, því aS hann átti þaS hjá sér, aS koma
svo viS kaunin, aS sveiS undan. En gnægS skáldlegrar feg-
urSar er aS finna í sögu þessari og hún er meS sterkum
persónulegum blæ. HafSi Rölvaag um þær mundir orSiS
aS sjá á bak tveim ungum og efnilegum sonum sínum;
vissi hann því fyllilega, hver raun þaS er, aS sjá fegurstu
draumaskip sín sökkva í sæ. En líkt og Agli forSum, varS
Rölvaag sorgin yfir ástvinamissinum aS gulli skáldskapar.
A3 listgildi og djúpskyggni gengur bók þessi næst höfuS-
riti skáldsins, I de Dage og RiJcet grundlægges, enda eru
skáldsögur þessar náskyldar aS efni, djúpstæSar og sam-
úSarríkar lýsingar á hjartasorgum innflytjandans, sem
festir ekki rætur í framandi mold, en tærist og trénast
upp í andvígu umhverfi. Þær skáldsögur Rölvaags, sem
aS ofan hafa ræddar veriS, voru allar prentaSar vestan
hafs, og náSu því eigi nema til fárra norskra lesenda
heima í Noregi. ÖSru máli gegndi um þann skáldsagna-
flokk hans, sem hann varS aS verSugu frægastur fyrir, og
nú skal lýst nokkru nánar.
V.
Fyrsti parturinn af skáldsagnabálki þessum, I de Dage
(Á þeim tíma), kom út í Osló haustiS 1924, og seinni hluti
þess bindis, Riket grundlægges (RíkiS stofnaS), haustiS
eftir. Átti skáldsagan í heild sinni þegar í staS miklum
vinsældum aS fagna; norskir lesendur sáu fljótlega skyld-
leikann milli sögupersónanna og sjálfra þeirra, og þótti
9