Skírnir - 01.01.1935, Side 134
132
Höfuðskáld Norðmanna vestan hafs.
[Skírnir
flytjendalífinu frá því sjónarmiðinu, sem löngum hafði
vanrækt verið, hinu sálarfræðilega. Saga hans er að vísu
að öðrum þræði, eins og óhjákvæmilegt er, lofsöngur þess
hetjulífs, sem sigraðist á umhverfinu nýja og gerði jörð-
ina sér undirgefna, en þó miklu fremur djúpskyggn lýs-
ing á því, hversu róttæk áhrif baráttan við einangrunina
og hamröm náttúruöflin hafði á sálar- og tilfinningalíf
frumbyggjanna. Sæmilega tilfinninganæmur og gjörhug-
ull lesandi leggur ekki svo frá sér þessa skáldsögu Röl-
vaags, að hann sé þess eigi sannfærður, að landnám nýrr-
ar álfu er ekki aðeins ævintýrarík hetjusaga, heldur engu
miður hin átakanlegasta harmsaga. Per Hansa, bjartsýnn
og ótrauður brautryðjandinn, sem er návígið við náttúru-
öflin stæling til dáða, hefir að sönnu átt marga sína líka.
Beret, með ímugust sinn á landnemalífinu og brennandi
heimþrá í hjarta, er á hinn bóginn ein af þúsundum land-
námskvenna, sem lögðu lífshamingju sína í sölurnar af
einskærri tryggð og fórnfýsi, í þeirri trú, að slíkt væri
börnum þeirra til blessunar.1)
Prýðilega segir Rölvaag þessa skáldsögu sína, með
ríkum blæbrigðum, og skortir hana þó alls eigi heildarsam-
ræmi. Mun það samt eigi ofmælt, að mest kveði að skarp-
skyggnum og næmum sálarlífslýsingum hans. Lýsing hans
á sálarlífi Beretar, sem verður um hríð algerlega sálsýki
sinni að bráð, er með afbrigðum vel gerð. Var það bæði,
að hann var gagnkunnugur hugsunarhætti, átthögum og
hinu nýja umhverfi fólks þess, sem hann segir frá, enda
lýsir hann því með glöggskyggni og samúð, en jafnhliða
hlífðarlaust. Mannlífsmyndir hans og náttúrulýsingar eru
hvorttveggja í senn snjallar og með ósviknum blæ raun-
1) Amerískir bókmennta- og sagnfræðingar hafa réttilega
lagt mikla áherzlu á þessa sérstæðu afstöðu Rölvaags til innflytj-
endalífsins. Smbr. inngangsritgerð prófessors V. L. Parringtons að
skólaútgáfunni af Giants in the Earth, 1929, og ritgerð prófessors
Henry Commagers, „The Literature of the Pioneer West“, í Minne-
sota History, desember 1927.