Skírnir - 01.01.1935, Qupperneq 135
Skírnir]
Höfuðskáld Norðmanna vestan hafs.
133
veruleikans. Skáldsaga þessi er þess vegna að öllu leyti svo
lífræn, að óhætt má spá henni langra lífdaga.
f umræddri skáldsögu hafði Rölvaag þó einungis sagt
sögu fyrstu kynslóðar Norðmanna vestan hafs, sjálfra
frumbyggjanna, og landnáms þeirra. í Peder Seier (Pétur
sigurvegari, 1928), öðru bindi þessa skáldsagnaflokks,
rekur hann sögu næstu kynslóðar landa sinna í Yestur-
heimi, og er söguhetjan Peder, sonur þeirra Per Hansa og
Beretar. Semur hann sig brátt að amerískum siðum og þar-
lendum hugsunarhætti, móður hans til mikillar sorgar, því
að hún heldur órjúfanlegri tryggð við föðurland sitt og
móðurmál. Aðalefni sögunnar er því áreksturinn sársauka-
þrungni, á báðar hliðar, milli eldri og yngri kynslóðar inn-
fluttra þjóða vestan hafs, sem er eðlilega næsta samur við
sig hjá öllum þjóðflokkum, og þeir einir skilja til fulls, er
reynt hafa. En svo raunverulega og kröftuglega hefir Röl-
vaag lýst þeirri hlið innflytjendalífsins, að lesandinn fær
glögga hugmynd þar um. Myndi íslenzkum lesendum því
hreint ekki óhollt, að lesa þessa bók hans til gleggra skiln-
ings á þeim árekstri í hugsunarhætti milli eldri og yngri
kynslóðar landa þeirra í Vesturheimi, en þar er um að
ræða einn höfuðörðugleikann í þjóðræknislegri starfsemi
vestur þar, þetta: hvernig brúað verði djúpið milli nefndra
kynslóða.
Þó að bók þessa skorti það heildarsamræmi, sem var
á fyrsta bindi skáldsagnabálksins, ber hún eigi að síður
hreinan svip raunveruleikans, og persónulýsingarnar eru
eins og fyrri daginn snjallar og djúpskyggnar. Einkum
kveður mikið að Beret. Samt er bók þessi langt frá því að
vera eins skemmtileg og áhrifamikil eins og fyrsta bind-
ið. Önnur kynslóðin, sem borgirnar byggði, lifði bersýni-
lega hvergi nærri eins miklu hetjulífi og fyrsta kynslóðin,
sem landið nam, og ók tjaldvögnum sínum (covered wag-
gons) vestur á bóginn yfir vegalausa auðnina.
í þriðja bindi skáldsagnaflokks þessa, Den signede
Dag (1931), sem því miður varð síðasta bók Rölvaags,
heldur hann áfram sögu Peders, sem kvæntur er stúlku af