Skírnir - 01.01.1935, Síða 139
Skírnir]
Stofnun Fjölnis.
137
bók sína, 1864, var Fjölnir fyrir löngu liðinn undir lok
og áhr.if hans orðin einn meginþáttur í þjóðlífi og
menntalífi íslendinga. En það var styttri ómagahálsinn
á Fjölni. Hann stökk albrynjaður út úr höfði útgefanda
sinna og vakti þegar á fyrsta árinu athygli þjóðarinnar,
aðdáun fáeinna manna, undrun og gremju enn þá fleiri.
Ef vér viljum kynnast Islendingum, ,eins og þeir voru
fyrir 100 árum, þá er ekki hægt að fræðast um þá í
skjótari svipan af neinu en því, að lesa fyrsta ár Fjöln-
is og þær heimildir, sem til eru um viðtökurnar og dóm-
ana, sem hann hlaut hjá almenningi. Og þó að viðre.isn-
arstarf margra mætra manna væri á undan farið, frá
miðri 18. öld, þá verður því ekki neitað, að það leikur
sérstakur vorblær yfir árinu 1835. Jafnvel leirsletturn-
ar, sem hrutu á Fjölni, hafa á sér brag vorleysingarinn-
ar. Mér er allt af minnisstæð ræða, sem Steingrímur
Thorsteinsson flutti í samkvæmi skólapilta, sem haldið
var 15. apríl 1904 til þess að minnast 50 ára afmælis
verzlunarfrelsisins. Hann kvað þar svo að orði, að Bald-
vin E.inarsson hefði verið dagsbrúnin, Fjölnismenn morg-
unroðinn, en Jón Sigurðsson sjálf sólaruppkoman. Æsku-
menn þessa tímabils trúðu ekki einungis á viðreisn lands-
ins, heldur fundu hana koma og fara vaxandi, þó að
þungt væri í fangið. Eg held, að Bjarni Thorarensen,
sem allra íslenzkra valdamanna var hugheilastur í lið-
semd sinni við hina yngri menn, hafi gefizt upp við að
yrkja eftirmælin um Baldvin Einarsson, af því að hann
var sjálfur að dofna í trúnni á textann, sem hann hafði
valið sér, að íslands óhamingju yrði allt að vopni. Það
hefir ekki verið sú skoðun á framtíðinni, sem Tómas
Sæmundsson hefir haldið á lofti, þegar hann kom að
Friðriksgáfu í september 1834. Og Jónas Hallgrímsson
gerir sjálfur kapítulaskipti í landssöguna í fyrsta ár-
gangi Fjölnis með orðunum:
Hvað er þá orðið okkart starf í sexhundruð sumur?
Nú er ný öld af hefjast. Eg hefi stundum hugsað um,
hvort Jónas muni hafa gert sér það ljóst, að 1835 voru