Skírnir - 01.01.1935, Síða 140
138
Stofnun Fjölnis.
[Skírnir
einmitt 600 ár liðin frá því að Sturla Sighvatsson, hinn
mesti óhappamaður þeirrar miklu óhappaaldar, kom út
með erindum Hákonar Hákonarsonar. En víst er það, að
vel hefir Jónas hæft þar í mark. Bæði 1235 og 1835
marka tímamót, annað með útkomu Sturlu, hitt með út-
komu Fjöln.is.
Ef Islendingar væri fjölmennari þjóð og betur efnum
búin, myndi aldarafmælis Fjölnis hafa verið minnzt með
því að gera Ijósprentaða útgáfu hans handa almenningi,
því að hann er nú orðið í fremur fárra manna höndum,
og rita rækilega sögu hans. En hvorttveggja verður að
bíða betri tíma. Saga Fjölnis hefir verið rækilegast rit-
uð af Birni M. Ólsen í þætti hans um Konráð Gíslason
(Tímarit Bókmenntafél. XII, 1891). Mikill fróðleikur
er um samvinnu þeirra Fjölnismanna í Bréfum Tómasar
Sæmundssonar (1907), og mörg kurl munu koma til
grafar, þegar útgáfu Rita Jónasar Ilallgrímssonar er
lokið, því að Matthías Þórðarson hefir árum saman við-
að að sér öllum gögnum um Jónas og verk hans, sem til
verður náð. En margar óbætanlegar heimildir, eins og
bréf þeirra Fjölnismanna í Kaupmannahöfn til síra Tóm-
asar, eru með öllu glataðar, og því er og verður margt
á huldu um sögu þessa merkilega tímarits. Eg hefi ritað
þetta greinarkorn í því skyni að minna á þetta afmæli,
en hefi nú hvorki tíma né tækifæri til þess að vinna úr
ýmsum athugunum, sem eg hefi gert um Fjölni og
Fjölnismenn. Einni þeirra skal eg þó gera hér stuttlega
grein fyrir, en það eru sjálf tildrögin að stofnun tíma-
ritsins.
Eg held, að sú skoðun hafi verið almennt ríkjandi,
að það hafi verið Tómas Sæmundsson, sem átti frum-
kvæðið að stofnun Fjölnis. Það virðist líka fyrir fram
sennilegast, þar sem hann var þeirra félaga elztur og
þroskaðastur og hafði síðan mest áhrif á ritið, meðan
hann lifði. Þessi skoðun er svo vel og skilmerkilega sett
fram í riti dr. Páls Eggerts Ólafssonar um Jón Sigurðs-
son (I, 401—402), að eg vil leyfa mér að tilfæra þann