Skírnir - 01.01.1935, Side 141
Skírnir]
Stofnun Fjölnis.
139
kafla hér, enda er hann það nýjasta, sem um þetta hefir
verið skrifað:
„Nú kom Tómas Sæmundsson sunnan úr löndum
aftur til Kaupmannahafnar í maímánuði 1834, hálfu
öðru ári eða svo eftir andlát Baldvins, og var þar fram
eftir sumri, fór alfari heim til íslands þaðan 10. ágúst
þá. Á þessum tíma hafa þeir Tómas og vinir hans ráðið
með sér prentun hins nýja tímarits.-------Vafalaust
hefir Tómas átt upptökin að þessu fyrirtæki. Hann hafði
víða farið um lönd um tveggja ára tíma, hafði haft tæki-
færi til samanburðar um háttu annarra þjóða, var einn
hinn áhugamesti maður að eðlisfari og keppinn. í lið
með sér fekk hann vini sína, Jónas Hallgrímsson, Brynj-
ólf Pétursson og Konráð Gíslason. Svo var hugur Tóm-
asar mikill á þessu máli, að jafnskjótt sem hann sté á
land, skrifaði hann þeim félögum, „þremenningum re-
daktörer“, eins og hann segir (20. sept. 1834), sendir
þeim uppkast að ritgerðum eftir sig, til lagfæringar og
yfirlestrar, leggur þeim ráð um tilhögun tímaritsins og
getur þess, hversu menn taki þessu fyrirtæki þeirra, og er
■af því að ráða, að þeir félagar hafi sent boðsbréf að ritinu,
sem vandi var þá til*'.* 1)
En nú stendur einmitt í bréfi Tómasar til þeirra
þremenninganna frá 20. sept. 1834: „Ef þið setið nöfn-
in okkar framan á titilinn, þá krefst eg, að mitt sé sein-
ast, þar þær tvær einustu reglur, sem við getum gengið
eftir, eru annaðhvort „Tidsfölge ved Indtrædelsen“,
°g þá er eg sá seinasti, eður stafrófsröð, eins og þeir
brúka við „Maanedskrift for Litteratur", og þá er eg
eins sá seinasti" (Bréf, 131). Af þessu virðist mega ráða
það með vissu, að Tómas hafi gengið síðastur þeirra fjór-
menninganna í útgáfufélagið, m. ö. o., að hinir þrír hafi
1) Smbr. líka Tímarit XII, 19; Jón Jónsson (Aðils), Dag-
1-enning, 106; Halldór Hermannsson, The Periodical Literature of
lceland, 42; Valtýr Guðmundsson, Islands Kultur, 56.