Skírnir - 01.01.1935, Side 142
140
Stofnun Fjölnis.
[Skírnir
ráðið með sér stofnun tímaritsins, áður ,en Tómas kom til
Hafnar vorið 1834.
Að þeir félagar hafi sent boðsbréf heim til íslands
sumarið 1834, verður ekki einungis ráðið af bréfi Tóm-
asar, sem áður er getið, heldur er það sagt berum orð-
um í fyrsta árgangi Fjölnis (4. bls.). Og þetta boðsbréf
er enn til, þó að hvorki Björn M. Ólsen né aðrir, sem um
Fjölni hafa ritað, virðist hafa séð það. Landsbókasafnið
á eitt eintak, og efalaust er það líka til í Kaupmanna-
höfn, þó að eg hafi ekki hirt um að spyrjast fyrir um
það þar. Mér finnst það þess vert, að það sé endurprent-
að við þetta tækifæri, og fer það hér á eftir (stafsetn-
ingu er haldið óbreyttri með öllu) :
Boðs-bréf.
Jafnvel þótt að margar góðar og nytsamar bœkur séu
til á íslenzku, þá er samt hitt miklu fleira, sem enn er
óskrifað um, enn námfýsi íslenzkra almúgamanna aungv-
ann veginn vildi án vera, ef þeir gætu öðruvísi. Því mun
það vera óslc (og von) flestra skynsamra manna, að bóka-
fjöldi lanzins smátt og smátt aulcist, eptir því sem efni
þess með tímanum kunna að fara vaxandi. Enn nú sem
stendur er ekki von, að stór rit og kostnaðarsöm séu skrif-
uð á okkar máli — sitt um hvörja vísindagrein. Lanzmenn
eru ekki færir um, að kaupa mikið af dýrum bókum; enda
hafa bœndur, þó skynsamir séu, ekki heldur tíma til að
sökkva sér niður í heimspekilegar ransóknir lærðra manna,
þar sem þó stutt og auðskilin og skemtileg brot
og ágrip imislegra vísinda líklega fengju góðar
viðtökur. Þessvegna höfum við í hyggju, að nota hérveru
okkar og allann þann bókafjölda, sem mönnum berst í
hendur í höfuðborginni, til að semja árlegt tímarit, sem
eklci verður bundið við neitt, nema það sem skynsamlegt
er og skemtilegt — eptir þvi sem við höfum bezt vit á um
að dœma — hvaða efnis sem það annars vera kynni; og
vonum við landar okkar styrki þetta fyrirtœki með því að
kaupa bókina, svo margir sem efni hafa á og unna fróð-