Skírnir - 01.01.1935, Qupperneq 143
Skírnir]
Stofnun Fjölnis.
141
leik og nytsamri dægrastyttíng. Við ötlum að senda hana
heim með vorskipum árlega, á góðum pappír og með sama
letri eins og þetta boðsbréf, svo hún verði betur umvönd-
uð enn flest annað, sem áður er prentað á íslenzku. Þó
skal okkur einkum vera annt um, að vanda hana að öðru,
sem meira ríður á. Hérumbil 16 arkir, í 8 blaða broti, koma
út í hvört sinn, og fást í blárri, rauðri eða grœnni kápu,
fyrir 1 ríkisbánkadal sylfurs, (þ. e. hálfa spesíu), enn í
velsku bandi, gylt á kjöl, fyrir 1 rbd. og 24 skk. — Þeir
sem safna kaupendum að 6 fá sjöundu bókina í ómaks-
laun; og biðjum við þá senda okkur boðsbréfin aptur með
haustskipum.
Skrifað í Kaupmannahöfn; þ. 1. marz, 1834.
Brynjólfur Pétursson, Konráð Gíslason,
Jónas Hallgrímsson,
studiosi juris. *)
Nöfnin, sem undir þessu boðsbréfi standa, skera úr
því, að þetta er boðsbréfið að Fjölni, þó að nafn ritsins sé
ekki nefnt og hafi að öllum líkindum ekki verið fullráðið
(Tómas nefnir ritið engu nafni í bréfinu frá 20. sept.
1834). Og þetta boðsbréf sker líka úr því, að þeir þre-
menningarnir hafa verið ráðnir í að gefa út ársrit, áður
1) Boðsbréfið er tvö blöð, og nær sjálfur textinn með undir-
skriftunum niður fyrir miðja 2. bls. Neðst á þeirri bls. stendur:
>,Prentað hjá J. D. Quist, bóka- og nótna-prentara í Kaupmanna-
höfn“. Hjá honum var Fjölnir prentaður alla tíð, en þar stendur
jafnan „hjá J. D. K v i s t i“ (í stað Quist). — Á 3. bls. boðs-
bréfsins eru dálkar fyrir „nöfn, stétt og heimili áskrifenda“ og
„Bókatal“ (o: eintakafjölda, sem hver kaupandi tekur, og hvort
hann vill ritið i kápu eða bandi). — Á eintak Lbs. er þetta ritað:
„Upplesið við Staðarbakka- og Efra Núps-kirkjur, en fekk neitandi
svar hjá sérhverjum. — Vitnar E. Bjarnason“ (o: síra Eiríkur
Bjarnason, frá Djúpadal). Líklega liafa þeir félagar sent boðs-
bréfið öllum prestum á landinu. — Fjórða bls. er auð. — Brotið
er m'nna en á Fjölni, letrið sama og á I. árg., 1—17, og víðar í
ritinu.