Skírnir - 01.01.1935, Page 147
Gamanbréf
Jónasar Hallgrímssonar.
Eftir Stefán Einarsson.
Af öllu því, sem Jónas Hallgrímsson skrifaði í lausu
máli, er Gamanbréf hans einkennilegast, er frá eru tekin
nokkur bréf hans önnur til kunningja sinna, einkum Kon-
ráðs Gíslasonar.
GraSaferðin á sér vafalausar fyrirmyndir í eldri og
samtíða idylliskum bókmenntum, rómönum, er fjölluðu
um einfalt líf hjarðmanna eða bænda í skauti náttúrunn-
ar; kært yrkisefni síðan á dögum Rousseaus. — Búnaðar-
bálkur Eggerts Ólafssonar er auðvitað grein af sama
stofni, en sá er munurinn, að Búnaðarbálkur er ætlaður
til beinna nytja, hann er lærdómskvæði í anda upplýsing-
arinnar, þar sem Grasaferð Jónasar er gerð til nautnar,
skáldið bregður upp fagurri mynd sumardagsins á fjöllun-
um og eykur á töfra hennar með því að hleypa hrolli þjóð-
sagnanna snögglega ofan eftir baki lesandans: það er
rómantíkin.
Hvað höfundurinn hefir ætlað sér með Hreiðarshól, er
mér ekki vel ljóst, sökum þess, að sagan er nokkuð í brot-
um; á annan bóginn virðist hann þar færa að hjátrú al-
uiennings gagnvart haugbrotinu, á hinn bóginn segir hann
draumvitrunina með svo miklum þjóðsagnablæ, að lesand-
inn trúir honum. — Sennilegast þykir mér þó, að Jónas sé
hér að draga dár að löndum sínum, ekki sízt lærðu mönn-
unum, prestunum, fyrir hjátrú þeirra og heigulskap, er
stendur nauðsynja-fyrirtækjum samtíðarinnar — forn-
10