Skírnir - 01.01.1935, Síða 149
Skírnir]
Gamanbréf Jónasar Hallgrímssonar.
147
hætishóti betur en þegar Laxness birti Rhodymenia pal-
mata í Morgunblaðinu, sællar minningar þeirra, sem nú
lifa. Síðar þýddi Jónas „Fundurinn“ eftir J. P. Hebel og
„Maríubarnið" úr þjóðversku og loks skrifaði hann „Stúlk-
an í turninum“, sem mjög kippir í þetta kyn, hvort sem
það er stæling eða þýðing; kynlegt er að útgefendur rita
Jónasar hafa aldrei vikið að því einu orði.
Þá er loks komið að Gamanbréfinu, sem mér virðist
frumlegast allra skrifa Jónasar í lausu máli. Bréfið er fellt
inn í lengra bréf, í ljóðum og lausu máli, sem Jónas skrif-
ar Konráði Gíslasyni (o. fl.) frá Sórey í byrjun marz
1844,og hefir þá verið í góðu skapi til að gaspra. Þar
er lítt skiljanlegt skopkvæði, tvær eða þrjár skrítlur um
einhvern Paulsen, einhvern Zella Sologuitarist og svo ein-
hverja prestsdóttur í Munkabjergby — skrítlur, sem erfitt
er að skilja, sökum þess, að maður þekkir ekkert til. Loks
er sagan um drottninguna á Englandi, hún stingur alveg
í stúf við hinar skrítlurnar, hún er heillegt æfintýri, sem
allir geta lesið sér til skemmtunar, þótt þeir viti ekki hvað
við er átt, ef eitthvað felst að baki leiknum.
Þetta æfintýri kunna allir og er því ekki ástæða til
að rifja það upp hér, en hið sérkennilega við það er, að
söguhetjurnar — drottningin á Englandi, maðurinn henn-
ar og kóngurinn og drottningin á Frakklandi — eru á
annan bóginn gædd hinu glitrandi skrauti æfintýranna,
en á hinn bóginn er þeim lýst sem góðum og gildum ís-
lenzkum bændum eða í hæsta lagi prestafólki ofan úr sveit.
Úv þessum þrem sundurleitu þáttum er æfintýrið ofið, og
það eru þessar andstæður, einkum hátignin í bóndagerv-
inu, sem gerir það svo frámunalega hlægilegt.
Þess má geta, að svo virðist sem æfintýrið kunni að
vera eldra en bréfið Konráðs, þar sem það finnst fært í
letur (marz 1844). Að minnsta kosti stendur þessi klausa
í bréfi til Páls Melsteðs, dags. í Sórey 27. sept. 1843: „Eg
sagði Jóhanni Briem eitthvað af ferðalagi ensku drottn-
1) Rit eftir Jónas Hallgrímsson II, 1., bls. 163—167.
10*