Skírnir - 01.01.1935, Page 150
148
Gamanbréf Jónasar Hallgrímssonar.
[Skírnir
ingarinnar og hefi beðið hann að láta þig fá það, svo þú
getur gengið eftir því".1) Það er náttúrlega ekki alveg
víst, að hér sé átt við gamanbréfið, þótt það sé langlíkleg-
ast. Hitt er víst, að þetta ferðalag ensku drottningarinnar
var ekki uppspuni út í bláinn.
Svo var mál með vexti, að um 1840 hafði sletzt upp
á vinskapinn milli Engla og Frakka út af herferð, sem
Englendingar og Austurríkismenn fóru til Sýrlands. Sú
för var ger með vilja og vitund bæði Rússa og Prússa, en
Frakkar höfðu eigi verið kvaddir ráða og brugðust reiðir
við, hótuðu jafnvel að hjálpa Sýrlendingum gegn and-
skotum sínum, og varð af þessu allmikill kurr. Var ráð-
gjafi Loðvíks Filippusar, Thiers, þessa fýsandi, en er móð-
urinn gekk nokkuð svo af Frökkum, settu þeir Guizot í
hans stað og var það friðsamari maður. Auk þess höfðu
verið ýfingar með frönsku og ensku hirðinni út af mikil-
vægu pólitísku kvonfangi á Spáni, sem stóð fyrir dyrum,
en báðar konungsættirnar reyndu að skara eld að sinni
köku. Var það einkum til að ná samkomulagi um þetta
kvonfang, að Viktoría réðst í það, haustið 1843, að sækja
Loðvík Filippus heim, ásamt manni sínum, Albert. í sept-
ember-byrjun sigldu þau hjónin svo yfir til Franz, og var
tekið með kostum og kynjum í Tréport. Daginn eftir (2.
sept.) hélt Loðvík Filippus þeim stóreflis veizlu í höll-
inni Cháteau d’Eau, og 4. september var veizla mikil í
skóginum á Mont d’Orléans. 5. september var hersýning,
en þann 7. hélt Viktoría með manni sínum heimleiðis.
Var drottning hin ánægðasta með förina, konumálunum
hafði verið ráðið farsællega til lykta, að því er virtist,
fyrir dygga meðalgöngu Guizots, og Loðvík Filippus hafði
verið hinn elskulegasti, eins og Viktoría skrifaði Leopold
Belgíukonungi, móðurbróður sínum, beint úr veizlunni. Set
eg þetta bréf hér til samanburðar, þótt það komi raunar
ekki þessu máli við:
1) Rit eftir Jónas Hallgrímsson II, 1., bls. 154.