Skírnir - 01.01.1935, Side 151
Skírnir]
Gamanbréf Jónasar Hallgrímssonar.
140
Cháteau d’Eau, 4. september 1843.
Kæri móðurbróðir. — Eg skrifa þér frá þessum inn-
dæla stað, þar sem við dveljum nú með þessari aðdáanlegu
og sannarlega elskulegu fjölskyldu, og þar sem við erum
eins og heima hjá okkur, eins og við værum meðlimir fjöl-
skyldunnar. Viðtökurnar voru hinar kærustu af hálfu
konungs og drottningar og af hálfu fólksins hafa þær ver-
ið mjög fullnægjandi. Allt er ákaflega ólíkt Englandi, eink-
um fólkið. Louise hefir sagt þér allar fréttirnar, eg skrifa
þér því ekki neitt nema það, að eg hefi skemmt mér í
hæsta máta. Chica litla (Mdme Hadjy) er inndæl, kát og
fjörug telpa, með stærðar brún augu. Við leggjum af
stað hinn daginn til Brighton, þar sem börnin eru, við
ágæta heilsu, er mér sagt. Þúsund þakkir, kæri móður-
bróðir, fyrir þitt góða bréf frá 29. [ág.] ; eg sé af því,
að aumingjans prinsinn af Lövenstein heimsótti þig, hann
er gamall vinur mömmu. Af því að eg hefi svo nauman
tíma, og af því að eg vona, ef guð lofar, að sjá þig bráð-
lega, verð eg að enda bréfið í flughasti, og geyma allar
athugasemdir þangað til næst.
Ávalt þín einlæga systurdóttir.
Victoría R.
Fyrirgefðu, góði, þetta sundurlausa, hræðilega hrafna-
spark.1)
Sú varð nú að vísu raunin á, að Loðvík Filippus
i’eyndist drottningunni helzti slægur í þessu máli öllu, en
t>að kemur heldur ekki voru máli við.
Auðvitað hefir þessi fundur þótt stórtíðindi og verið
vatn á myllu blaðanna. Þar hefir Jónas lesið fréttirnar af
honum. Vera má, að þar hafi stundum verið sneitt að
bví, sem altalað var um Loðvík Filippus, að hann þætti
htt sóma sér í konungdómi; er mælt, að hann hafi mjög
1) The Letters of Queen Victoria. A selection from her
Majesty’s correspondance between the years 1837 and 1861. London,
John Murray, 1907. Vol. I, bls. 613.