Skírnir - 01.01.1935, Síða 152
150
Gamanbréf Jónasar Hallgrímssonar.
[Skírnir
líkzt venjulegum borgurum af miðlungsstéttí háttum.En
hvort sem blöðin hafa þá vikið að þessu eða eigi, hlýtur
Jónas að hafa þekkt þennan orðróm, og gæti það hafa
ýtt undir hann að klæða konungdóminn í íslenzkan
bóndaham.
Það getur varla verið neinum blöðum um það að
fletta, að þetta hafi verið hið ytra tilefni gamanbréfsins.
Af því leiðir aftur, að sagnir, sem eg hefi heyrt á Fljóts-
dalshéraði um upptök gamanbréfsins, geta varla verið á
neinum rökum byggðar. Eftir þeim átti gamanbréfið að
vera skoplýsing á fundaferð Ingunnar húsfreyju Vigfús-
dóttur á Eyjólfsstöðum yfir að Vallanesi til síra Gutt-
orms prófasts Vigfússonar. Það fylgdi með sögu, að þessi
Ingunn hefði þótt vera bæði bóndi og húsfreyja á sínu
heimili. Væri nokkuð hæft í þessu, hefði heimsóknin orðið
að vera einhvern daganna 26.—28. ágúst 1842, því að
þessa daga dvaldi Jónas í Vallanesi hjá síra Guttormi á
yfirreið sinni um Austfjörðu þá um sumarið.1) Hins vegar
sýnir þessi sögn a. m. k., að Héraðsbúar hafa kunnað að
meta gamanbréfið að verðleikum.
En þótt tilefni gamanbréfsins sé ljóst, þá eru enn
óljós upptök hins sérkennilega sagnastíls þess. Að vísu
hefir Hannes Hafstein (í: Ljóðmæli og önnur rit eftir
Jónas Hallgrímsson, 1883, formála) gefið nokkurs konar
skýringu á þessu, þar sem hann segir: „Önnur hlið á
skáldskap hans er skop hans og spaug, og sýna ýms kvæði
það, t. d. „Læknirinn“, „Þorkell þunni“, alþingiskvæðin,
o. f 1., hve ágætlega fyndinn hann hefir verið, sömuleiðis
bréfið um Englandsdrottningu, sem verður svo skrítið af
því að formið á því er gripið beint út úr tali íslendinga
í Kaupmannahöfn um þær mundir, því að þá var siður
ýmsra að heimfæra í spaugi allt upp á ísland og segja
allt með íslenzkum sveitablæ.2) — Heine hefir einnig haft
1) Rit eftir J. H. III, 1, bls. 248.
2) B. Gröndal hefir tekið það form upp í „Heljarslóðaror-
ustu“. [H. H.]