Skírnir - 01.01.1935, Síða 153
Skírnir]
Gamanbréf Jónasar Hallgrímssonar.
151
áhrif á Jónas í skopi hans, og sést það bæði í „Góður
snjór“ [sem raunar er ekki eftir Jónas] og einkum í hinu
áviðjafnanlega bréfi um alþing og andskotann“.
Þetta er eflaust rétt athugað hjá Hannesi. Engum
getur blandazt hugur um tóninn, sem ríkir í bréfum
þeirra Jónasar Hallgrímssonar og Konráðs, þegar þeir
skrifast á. Svo kynlegt sem það kann að virðast, þegar
þess er gætt, að þarna eru aðalboðberar rómantísku stefn-
unnar, — að minnsta kosti er Jónas það, — þá er þó eig-
inlega langt frá því, að hugarfar þeirra — einkum kann-
ske Konráðs — sé rómantískt. Þeir virðast að eðlisfari
alveg eins mikið vera gagnrýnir skarfar eins og hug-
sjónaríkir guðspjallamenn nýs boðskapar um fegurð, sið-
gæði, frelsi og ættjarðarást. Tíðarandinn knýr þá til að
sitja á strák sínum, en líklega hefði sá orðið uppi, ef þeir
hefðu lifað á vorum dögum í upplausn eftirstríðsáranna.
Það var þetta eðlisfar þeirra, strákurinn í þeim, gagn-
rýni þeirra, sem hændist svo mjög að Heine; til allrar ham-
ingju létu þeir það leika lausum hala í bréfum sínum, og
niá athuga það vel í bréfum Jónasar til Konráðs, þeim sem
þegar eru útgefin. Þessi bréf eru full af torskildum klaus-
um, sýnilega teknum úr daglegu tali þeirra, skóla-slangi,
hér er vitnað í hina og þessa karla og kerlingar eða merki-
lega atburði, sem enginn kannast nú við og enginn skil-
ur, — fyrr en skýringar Matthíasar Þórðarsonar koma
til. Sumstaðar leggjast þeir svo djúpt, að þeir skilja ekki
hvor annan og verða að biðja um lærðar útlistanir, eins
°g Jónas gerir í bréfi til Konráðs, dags. Saurum (15.?)
marz 1844. Þar spyr hann Konráð: „Þetta hér: Pater ertu
princeps feiti, — það skil eg, en: prócossúl ertu svartra
Pússa; rex heitir þú lifra Ijósa, það skil eg ekki; er það
mör?
En svo eg gegni þér einhverju í sama tón, þá segi eg
si sona: Barrabbarara — Santhipóa — foggibus incres-
cebo — confusio inimicis — vapor et mistes!, eða, ef þú
vilt það heldur: Confusio inimicis, Toraloralu! Garabora!
Piistes et nubes! Geturðu ekki, maður, séð múkinn í holta-