Skírnir - 01.01.1935, Side 154
152
Gamanbréf Jónasar Hallgrímssonar.
[Skírnir
þokunni í þessum orðum, dreymir þig ekki heim í hraun-
ið og Garðaholt?“ J)
Okkur nútíðarmenn gæti helzt dreymt að við værum
að lesa fútúristiskar stemningar eftir Þórberg Þórðarson,
eða nýmóðins kvæði eftir Halldór Kiljan Laxness, svo gjör-
samlega gengur þessi skáldskapur fram af okkur, og svo
líkur er hann anda eftirstríðsáranna. En þetta átti við
Konráð eins og öll skemmtileg vitleysa, vísur Leirulækjar-
Fúsa og því um líkt. Benedikt Gröndal segir um hann í
Dægradvöl (bls. 249): „Hann hélt mikið upp á excentriskt,
fantastiskt tal, það voru leifar af samverunni við Jónas og
Brynjólf frá fyrri tímum, og í því var eg enginn eftir-
bátur“.
Það er og þessi andi, sem Tómas Sæmundsson víkur
að sumstaðar í bréfum sínum,1 2) nefnir hann absurð-ko-
miskan og kveðst ekki vel skilja. Jafnákafur hugsjóna-
maður og hann var, kunni hann ekki að fara krókaleiðir
fyndninnar að marki: áhuginn bar hann skemmstu leið.
En þótt gamanbréfið eigi sér rætur í hinu absurd-
komiska andrúmslofti þeirra Hafnarmanna, þá fæ eg ekki
betur séð en að það stingi svo mjög í stúf við mest af þvír
sem þeir Jónas hafa annars skrifað og ort í þeim anda,3)
að leita verði enn að sérstökum tildrögum til þessa kyn-
lega sköpunarverks.
Og nú vill svo vel til, að til er æfintýri, sem svo er
lagað, að það virðist að öllu leyti hafa getað verið fyrir-
mynd Jónasar. Þetta er Gullhúsiö kóngsins og drengirnir,
prentað í Sunnanfara (IX, bls. 58—62, 70—72, 78—80,
84—86) eftir handriti 289, 4to í Safni Jóns Sigurðssonar.
Sagan segir frá því, að nokkrir íslenzkir stúdentar
af beztu ættum hafa brotizt inn í fjárhirzlu konungs í
Kaupinhöfn og stolið slatta af peningum. Konungur yfir-
1) Rit eftir J. H. II, 1., bls. 171.
2) Bréf Tómasar Sæm., bls. 166, 234.
3) Menn lesi Salthólmsferð Jónasar i I. bd. og öll bréfin til
Konráðs Gíslasonar í II. bd.