Skírnir - 01.01.1935, Síða 155
Skírnir]
Gamanbréf Jónasar Hallgrímssonar.
153
heyrir drengina og sér ekki annað ráð vænna en að dæma
þá af lífi, og þetta hefði að vísu fram gengið, nema fyrir
einarða milligöngu hins íslenzka kaupmanns Bjarna, sem
var maður ríkur og vinur konungs mikill. Bjarni, sem
hafði haft skipti mikil við England á styrjaldarárunum
(1801—1890), lofar kóngi að fara til Englands og krefja
Englakóng um fé það, sem Jörundur hundadagakóngur
hafði stolið úr jarðabókasjóðnum hérna um árið. Næði
hann fénu, skyldu drengirnir fara frjálsir. En það er ekki
að orðlengja, að Bjarni fer til Englands, rekur erindi sitt
við konung og snýr aftur til Kaupinhafnar sigri hrós-
andi, en strákarnir sleppa með skelkinn.
Þetta er nú söguþráðurinn, en minnst er um hann
vert. Hitt vekur strax eftirtekt manna, að sögunni er
allri snúið upp á íslenzkan sveitasið, konungarnir eru í
hæsta lagi stórbændur, sem gjarna vilja eiga vingott við
kaupmanninn. Þeir ræða um almennar fréttir, tíðarfar,
skepnuhöld og heilsufar upp á góðan, gamlan íslenzkan
móð. Og þegar Bjarni kaupmaður fer glæfraförina til Eng-
lands, þá lætur Friðrik kóngur hann fá sexæringinn sinn
«1 fararinnar, mannaðan úrvals sjómönnum, nema að því
ieyti, að þeir kunna ekki sjóferðabænina, og varð Bjarni
að lesa hana yfir þeim og kenna þeim að taka ofan áður
en þeir ýttu. Svona gengur öll sagan, og hún er skemmti-
iega sögð. Líkingin við gamanbréfið er mjög áberandi, en
bó er nokkur munur á. 1 báðum sögunum höfum við há-
tignina í bóndagervi. Það eru tveir meginþættir sameigin-
iegir báðum sögunum. En hinn þriðja þátt úr æfintýra-
gulli finnum við aðeins hjá Jónasi. Annars er andinn í
sögunum svo líkur, að þær geta ekki hafa orðið til óháðar
hver annari, nema þá undir áhrifum frá öðrum svipuðum
sögum, sem báðir höfundar hafa þekkt. Og báðar skera
bær sig úr öllum öðrum fóstrum hins absurd-kómiska anda
Hafnarstúdentanna.
Hvor sagan er þá eldri? Ef menn ekki vissu, skyldu
^enn vissulega ætla, að Gullhúsið væri eldra, þar sem það
er einfaldara að gerð. Sú skoðun gæti og styrkzt af því,