Skírnir - 01.01.1935, Page 156
154
Gamanbréf Jónasar Hallgrímssonar.
[Skírnir
að þegar Benedikt Bröndal skrifar Heljarslóðarorustu
miklu síðar í sama stíl, þá fléttar hann áfram úr öllum
þrem þáttum gamanbréfsins. En nú vill svo vel til, að út-
gefendur Gullhússins í Sunnanfara hafa merkilega grein-
argerð um uppruna þess, sem bendir langt aftur fyrir þá
tíma, er gamanbréfið varð til.
Jón Sigurðsson fékk handritið af Gullhúsinu árið 1857
frá bróðursyni síra Búa Jónssonar á Prestbakka (f 1848)
og var handritið frá Búa komið í öndverðu. Telja útg. að
Búi kunni að vera höfundur sögunnar, en vilja þó ekkert
um það fullyrða. Hins vegar telja þeir líklegt, að sagan
sé samin af glettni við Bjarna riddara Sívertsen, kaup-
mann í Hafnarfirði (t 1833), er verið muni hafa raup-
samur nokkuð. Ennfremur hafa þeir grafið það upp, eftir
sögn Páls Melsteð, að sagan í sinni núverandi mynd sé
uppsuða úr annari eldri, sem menn vissu til að Gísli nokk-
ur Símonarson, kaupmaður í Reykjavík (f 1837), hafði
saman sett og „skrökvað sér til gamans að Guðmundi nokk-
urum í Hákoti Hinrikssyni, gildum bónda, en grunnhyggn-
um heldur og auðtrúa". í þessari elztu útgáfu sögunnar
er Gísli sjálfur aðalsöguhetjan í stað Bjarna riddara, og
bjargar hann drengjunum — sem eru synir háttstand-
andi embættismanna á íslandi: Magnúsar Stephensen,
Stepháns amtmanns Stephensen og Hannesar biskups
Finnssonar o. fl. —, ekki með því að fara til Englands,
heldur með því að Gísli fær konung til þess að taka lausn-
argjald fyrir sveinana.
Þessi skröksaga Gísla er því miður ekki til (?), nema
lítil glefsa, sem tilfærð er í Sunnanfara af samtali þeirra
Gísla og Friðriks konungs, en hún bendir til þess, að Gísli
hafi í frásögn sinni gert sig allkompánlegan við kóng og
dregið hann á hinn bóginn nokkuð niður á við; þó þérast
þeir þar enn, og ekki verður það séð, að konungur hafi
með öllu verið teiknaður í gervi íslenzks bónda; þó er það
langlíklegast, þegar þess er gætt, að Gísli sagði söguna
grunnhyggnum manni og auðtrúa.
En svo lygileg sem sagan er, þá komst hún á gang