Skírnir - 01.01.1935, Síða 157
Skírnir]
Gamanbréf Jónasar Hallgrímssonar.
155
og virðist hafa orðið alkunn og verið trúað. Einn af
„drengjunum“ fékk hana framan í sig mörgum árum síð-
ar, þegar hann var að yfirheyra þjóf, er þótti það hart
að vera dæmdur af manni, sem brotizt hafði í gullhúsið
kóngsins. Þetta hefir verið einhvern tíma milli 1820—30.
Ef sagan í hinni seinni mynd sinni er eftir Búa, þá
hefir hann að öllum líkindum sett hana saman, meðan
hann var í skóla, en þeir Jónas Hallgrímsson voru sam-
tímis á Bessastöðum og útskrifuðust báðir vorið 1829. Sá
hængur er þó á því, að manni skilst ekki að Bjarna væri
neitt stríð í sögunni, nema hann fengi að heyra hana, en
hann fór alfarinn til Kaupmannahafnar 1825, þótt hann
héldi verzlun sinni í Hafnarfirði áfram.1) Er hún kann-
ske samin í Höfn á þeim tíma?
En þetta skiptir í sjálfu sér engu máli fyrir þessa
rannsókn. Aðalatriðið er það, að Gullhúsið konungsins er
saga, sem Jónas Hallgrímsson gat vel hafa heyrt í ein-
hverri mynd jafnvel á skólaárum sínum heima á íslandi.
Páll Melsteð, skólabróðir Jónasar, þekkti hana vel í eldri
myndinni um og eftir 1830. Og hvaðan sem Búi hefir haft
hana, þá kom hún frá honum dauðum. En þeir Búi og
Jónas slitu ekki vináttu sinni frá skólaárunum, því að Búi
var gáfumaður og mat Jónas hann mikils. Svo segir Páll
Melsteð í bréfi til Jóns Sigurðssonar 2. marz 1842: „Heyrt
hefi eg hjá Jónasi kvæði eftir síra Búa, sem hann hefir
ort um Krist, og er það stælt eftir Lilju, og segir Jónas,
að það sé afbragð. Eg ætla hann muni senda það út
núna“.2) Af þessu sést, að jafnvel þótt Jónas hefði ekki
heyrt þessar sögur fyrr, þá gat hann hafa fengið að heyra
— síðari útgáfuna — hjá síra Búa í síðasta lagi ári áður
en hann samdi Gamanbréf sitt. Annar möguleiki, sem þó
virðist ólíklegri, er sá, að Gullhúsið konungsins sé — eins
1) Dr. Jón Helgason: íslendingar í Danmörku. Rvík 1931,
bls. 168—171.
2) Bréf frá Páli Melsteð til J. Sig. Útg. af Fræðafélaginu
1913, bls. 26.