Skírnir - 01.01.1935, Side 158
156
Gamanbréf Jónasar Hallgrímssonar.
[Skírnir
og við nú þekkjum það — gert undir þeinum áhrifum frá
Gamanbréfi Jónasar og hlýtur það þá að vera frá árunum
1844—48, og þá líklega eftir Búa prest. En þetta flækir
málið ónauðsynlega, því að þá yrði hér að gera ráð fyrir
þrem stigum sögunnar, nefnilega 1) sögu Gísla (um
1815—20), 2) sögunni um Bjarna kaupmann (um 1825—
33), og loks 3) sögu Búa eins og við lesum hana í Sunnan-
fara. Ennfremur yrði maður að gera ráð fyrir, að á 2.
stiginu hafi sagan ekki lýst konungunum í bændagervi,
því að öðrum kosti hefði Jónas auðvitað haft þetta stíl-
bragð úr henni, en Búi hefði ekki haft neina ástæðu til að
stæla Gamanbréfið. Og loks er það, eins og áður er sagt,
lítt skiljanlegt, að hann skildi sleppa æfintýraglitrinu úr
Gamanbréfinu, ef hann stældi það á annað borð.
Eg verð því að álíta, meðan ekki koma fram gögn,
sem ósanna það, að Jónas hafi samið Gamanbréf sitt með
Gullhúsið konungsins eða einhverja sögu þvílíka í huga.
Eg hefi kannske orðið allt of leiðinlega langorður um
lítið efni. En þótt efnið sé lítið, þá væri það þó merkilegt,
ef það reyndist rétt vera, sem hér hefir verið rakið.
Það er næstum ótrúlegt á að minnast, að verk eins og
Heljarslóðarorusta skuli eiga rætur að rekja aftur til lyga-
sögu, sem reykvískur gárungi segir fávísum bónda. Enda
er það auðvitað ekki satt, nema ef til vill að vissu leyti.
Þó hefir lygasaga gárungans haft kímblöðin tvö, er tveir
meginþættir Gamanbréfsins og Heljarslóðarorustu spruttu
af: konunginn og bóndann. Og skemmtilegt væri, ef það
reyndist rétt vera,1) að þessi rammíslenzku gamanrit væru
í raun og veru runnin af svo rammíslenzkri rót. Það er
ekki svo margt í bókmenntum vorum, einkum hinum
yngri, sem vér höfum af sjálfum oss.
1) Vonandi taka skýringar Matthíasar Þói'ðarsonar við R i t
eftir Jónas Hallgrímsson hér af allan vafa, þegar þær
koma út.