Skírnir - 01.01.1935, Síða 159
Abessinía.
Eftir Hallgrím Hallgrímsson.
I hinni miklu ófriðarbliku, er nú hefir dregið upp
yfir heiminn, eru deilumál Itala og Abessiníumanna eitt-
hvert alvarlegasta og hættulegasta atriðið, enda eru þær
deilur nú komnar á það stig, að vart er að vænta frið-
samlegrar lausnar. Víða um lönd hafa menn 'beðið þess
með ógn og skelfingu, að ófriður mundi brjótast út milli
þessara þjóða, en það gæti hæglega leitt til nýrrar heims-
styrjaldar.
Nú skyldu menn ætla, að ef nokkurt land gæti verið
hlutlaust og haldið sér utan við hringiðu heimsstjórnmál-
anna, þá væri það einmitt Abessinía, hið afskekkta og
ógreiðfæra fjalllendi, enda hafa Evrópumenn lítið skipt
sér af ríkinu fyrr en á síðustu tímum, og enn eru sumir
hlutar þess meðal þeirra landa jarðarinnar, sem minnst
eru könnuð. Þó er Abessinía eitt af elztu menningarríkj-
um heimsins, og á sér merkilega sögu, 1 meira en 2000 ár.
Þess skal getið, að á máli innfæddra manna heitir
ríkið nú Ethiópía, en þar sem Evrópumenn nota almennt
^amla nafnið, Abessinía, þá er því haldið hér.
Um stærð og íbúatölu Abessiníu er ekki fullkunnugt,
en að því er næst verður komizt, mun stærðin vera um
800.000 ferkílómetrar, eða jafnvel meira. Gizkað er á,
að íbúarnir séu 8—10 milljónir. Sumir telja þá þó færri,
eu aðrir lítið eitt fleiri. Þessar tölur eru því engan veginn
nakvæmar, sérstaklega er tala íbúanna óviss.
Abessinía nær hvergi að sjó, nýlendur Englendinga,