Skírnir - 01.01.1935, Side 161
Skírnir]
Abessinía.
159
teljast ánauðugir, þó að þeir séu að nafninu til frjálsir
menn. Nálega allar jarðir tilheyra keisaraættinni og
kirkjunni, sem veita þær að léni, en lénsmenn leigja þær
svo bændum.
í landinu eru ræktaðar ýmsar korntegundir, og enn-
fremur tóbak, bómull og ýmsar aðrar jurtir, er þrífast í
heitum löndum, umfram allt kaffi. Hið upprunalega heim-
kynni þess er líka í Abessiníu, og er það helzta útflutn-
ingsvara landsins.
Kvikfjárrækt er einnig allmikil í landinu, og eru
hestar Abessiníu frægir fyrir gæði. Iðnaður er á lágu
stigi, og verzlun er ekki mikil, en hefir þó aukizt á síð-
ustu árum, en að undanskilinni járnbrautinni til Djibuti,
eru fáir vegir til í landinu, og verður því að flytja vör-
urnar á hestum og úlföldum, sem bæði er dýrt og erfitt.
Gizkað er á, að öll utanríkisverzlun Abessiníu árið 1932
hafi numið rúmlega 55 millj. króna, og af því gengu
fjórir fimmtu hlutar yfir Djibuti.
Stórborgir eru engar til í landinu. Höfuðborgin
Addis Abeba hefir um 70 þúsund íbúa.
Eins og sjá má af þessu yfirliti, er það bændaþjóð,
sem býr í Abessiníu, völdin hafa um langan aldur verið í
höndum aðalsmanna, einskonar lénshöfðingja, en áður
en sagt er frá stjórnmálaástandinu, þykir hlýða að skýra
htið eitt frá sögu landsins og þjóðerni íbúanna. Þess ber
að gæta, að þótt talað sé um Abessiníumenn sem þjóð,
t>á búa í rauninni margir þjóðflokkar í landinu.
Abessiníumenn eiga til eldgamlar þjóðsagnir um vold-
ugt ríki í landinu, um það leyti, sem Babýlon var í mestum
hlóma, eða jafnvel fyrr, en ekkert verður sagt um það nú,
hve mikið er satt í þeim sögnum. En það vita menn með
v,issu, að á þriðju öld fyrir fæðingu Krists fluttust semí-
Gskir þjóðflokkar frá suðurhluta Arabíu vestur yfir
^auðahaf, og lögðu undir sig lönd í Abessiníu, en þar
juggu þá fyrir hamitískir þjóðflokkar. Þessar þjóðir
afa lifað allmjög aðskildar í meira en 2000 ár, og bland-
azt winna en vænta mætti. Einnig er þar mikið af Gyð-