Skírnir - 01.01.1935, Page 162
160
Abessinía.
[Skírnir
ingum og talsvert af Negrum hefir komið inn í landið sem
þrælar, og aukið þar kyn sitt. Ýmsar tungur eru talaðar
í landinu, en hið gamla bókmál Abessiníumanna er mjög
líkt því, sem hefir fundizt letrað á steintöflur hinna fornu
Himmeríta í Arabíu. En svo margar mállýzkur eru í land-
inu, að þegar Hailé Selassié varð keisari 1930 og gaf út
ávarp til þegna sinna, varð hann að birta það á sjötíu
tungumálum!
í nokkrar aldir áttu hinir ýmsu þjóðflokkar í sífelld-
um styrjöldum sín á milli, en smámsaman komst þó friður
á, og hin ýmsu héruð sameinuðust í eitt víðlent ríki, sem
um margar aldir stóð á háu menningarstigi, að minnsta
kosti í samanburði við margar þjóðir Evrópu á þeim tím-
um. En þessi menning var fyrst og fremst að þakka trú-
arbrögðunum. Kristin trú kom snemma til Abessiníu.
Um 330 boðuðu tveir ungir menn frá Týros, Frúmentios
og Ædisos, þar kristni, og varð vel ágengt. Hinn fyrr-
nefndi varð síðar vígður til yfirbiskups (patríarka)
Abessiníu af Athanasios kirkjuföður, patríarka í Alex-
andríu. Með þessu hófst hið nána samband milli koptisku,
eða egipzku kirkjunnar og kirkjunnar í Abessiníu, sem
haldizt hefir til vorra tíma. Yfirbiskupinn í Abessiníu,
sem jafnan er útlendur maður, er ávalt vígður af patrí-
arka koptísku kirkjunnar. Hann hefir mikil völd, bæði í
veraldlegum og andlegum málum, meðal annars víðtækt
dómsvald í kirkjulegum málum. Biblían var þýdd á helzta
mál Abessiníu á 5. öld, en seinna hefir það orðið að víkja
fyrir annari mállýzku. Nú skilja því ekki aðrir en prest-
ar biblíuna og hinar fornu helgisiðabækur.
Kirkjan hefir látið afarmikið til sín taka í Abessiníu,
og er það vafalaust henni að þakka, að landið hélt sjálf-
stæði sínu, í hinni hörðu baráttu við Múhameðstrúar-
menn á miðöldunum. Með kristindómnum kom grísk
menning, og breiddist út um landið, eins og sjá má enn-
þá menjar eftir.
En hið mikla vald kirkjunnar hefir líka haft sínar
skuggahliðar. Klaustralifnaður hófst snemma, og varð