Skírnir - 01.01.1935, Side 163
Skírnir]
Abessinía.
161
ákaflega tíður. Ef til vill hafa hvergi verið jafnmörg og
stór klaustur að tiltölu við íbúatölu. í þjóðkirkju Abess-
iníu eru nú yfir 100,000 prestar og munkar, en í kirkj-
unni eru ekki fleiri en 6—7 milljónir manna í hæsta lagi.
Kirkjur eru þar fleiri að tiltölu en í nokkru öðru landi í
veröldinni, og munkafjöldinn eins og á Spáni á 17. öld.
Vald kirkjunnar og auður óx ákaflega á upplausnartím-
um ríkisins á 17. öldinni. Munkarnir hafa safnað miklum
auðæfum og ráða mjög yfir fólkinu, allskonar hjátrú og
hindurvitni blómgast og hindra framfarir í menntun og
búnaði. Nærri því þriðji hver dagur ársins er helgidagur,
og má þá ekki vinna. Til dæmis eru bæði laugardagur og
sunnudagur haldnir helgir. Sem dæmi þess, hve mikinn
áhuga Abessiníumenn hafa á kirkjumálum, má geta þess,
að þeir, eða stjórnin, þykjast eiga kröfu til byggingarlóð-
ar í Jerúsalem, nálægt því er musterið stóð. Var það ár-
um saman helzta krafa Ras Tafaris til Þjóðabandalagsins,
að fá lóð þessa, svo að hann gæti byggt þar höfuðkirkju.
Var send nefnd til Abessiníu til þess að semja við hann
um málið, en ekki mun það útkljáð enn. Skemmtileg frá-
sögn um þetta mál er í bók Alexanders Rússaprins: Alli-
kevel Storfyrste, Oslo 1933.
Kirkjusiðir Abessiníumanna eru nú næsta frábrugðn-
ir því, sem tíðkast annarsstaðar í kristninni. Einkum að
því leyti, að þeir hafa ýmsa siði Gyðingakirkjunnar, t. d.
umskurð. Kirkjubyggingar þeirra eru sniðnar eftir sam-
kunduhúsum Gyðinga.
Ríkið blómgaðist um langt skeið, einkum var 7. öld-
in blómatími. En svo komu herhlaup Araba. Þeir lögðu
undir sig alla Norður-Afríku, en Abessiníu gátu þeir ekki
unnið. Afleiðingin af landvinningum Araba varð sú, að
Abessinía varð lokuð úti frá hinum kristna heimi, og lifði
sínu lífi í 700 ár, einangruð og án þess að Evrópuþjóðirn-
ar vissu nokkuð um, hvað þar gerðist.
Á 16. öld komu Portúgalsmenn til Abessiníu, og
fengu þar mikil áhrif. Má sjá menjar þeirra í stórhýsum
og víggirðingum, er þeir reistu. Þeir hjálpuðu Abessiníu-
11