Skírnir - 01.01.1935, Qupperneq 164
162
Abessinía.
[Skirnir
mönnum í ófriði við Tyrki og Araba, en er þeir kröfðust
þess, að kirkja landsins viðurkenndi páfann í Róm sem
æðsta yfirmann sinn, þá lenti þeim í deilum við lands-
menn. Lauk þeim svo, að Portúgalsmenn misstu völd sín,
og Abessinía fékk að vera einangruð fram yfir miðja 19.
öld.
Þessi tími, sem hér er ekki rúm til að greina meira
frá, var upplausnartími. Ríkið liðaðist sundur í þrjú höf-
uðríki og ótal smá furstadæmi eða lén, sem voru því sem
næst sjálfstæð, og sífelldar styrjaldir geysuðu í landinu..
Þá kom fram sá maður, sem sameinaði öll ríkin í eitt,
Menelik keisari, sem kallaður hefir verið Bismarck Abess-
iníu. Árið 1870 hóf Menelik baráttu sína fyrir samein-
ingu ríkisins, og eftir 17 ára látlaust stríð varð hann
„Negus Negesti", þ. e. konungur konunganna, eða keis-
ari allrar Abessiníu. Hann var gott dæmi upp á austræn-
an herkonung. Mikill stjórnari, slægur, herkænn og þrek-
mikill, en grimmur og vélráður og sveifst einskis í við-
skiptum sínum við andstæðingana.
En nú var Abessinía aftur komin í samband við hinn
kristna heim. Eftir 1870 hófst hið mikla kapphlaup stór-
veldanna um nýlendur í öðrum álfum. Þau skiptu með
sér miklum hluta Afríku, og nú kom ný þjóð til sögunn-
ar, sem ekki hafði fyrr átt nýlendur, Italir.
Skömmu eftir 1870 fékk ítalskt verzlunarfélag leigða
höfnina Assab við Rauðahafið, og smátt og smátt leigðu
þeir eða keyptu allstórar landsspildur þar í grennd, af
höfðingjum þeim, er þar réðu fyrir. Enginn skipti sér af
þessu í fyrstu, en 1882 tók ítalska stjórnin að sér allar
eigur félagsins, og lagði undir sig stór landssvæði í So-
malílandi og meðfram Rauðahafi, svo að Abessinía var al-
veg lokuð úti frá hafinu.
Nú fór Abessiníumönnum ekki að lítast á blikuna, og
1885 réðst ein af hersveitum þeirra á ítalskt lið og drap
um 400 manns. ítalir sendu her suðureftir, en ekki varð
þó úr ófriði að sinni. Friður var saminn og allt gekk vel
og vinsamlega í næstu ár, en eftir að Menelik varð keis-