Skírnir - 01.01.1935, Page 165
Skírnir]
Abessinía.
163
ari, tók sambúðin milli ríkjanna að versna. ítalir kröfð-
ust þess, að þeir einir færi með utanríkismál Abessiníu,
en Menelik neitaði því þverlega. Þó voru það innanlands-
mál Ítalíu, sem komu ófriðnum af stað. Orispi forsætis-
ráðherra Ítalíu átti í vök að verjast heima fyrir. Stjórn
hans lá við falli, og þá greip hann til þess óyndisúrræðis,
að ætla að nota herfrægð og sigurvinninga til þess að
vinna aftur hylli lýðsins. Þetta hefir verið algengt um
dagana hjá fallandi stjórnendum, en sá, sem byrjar stríð
á þeim grundvelli, verður að sigra, annars hlýtur hann
sjálfur að falla, og þetta stríð varð líka Crispi að falli.
Crispi krafðist þess, að stjórn Abessiníu viðurkenndi
yfirráð Itala yfir landinu, en er því var neitað, sendi
hann herlið þangað. Menelik bauð út öllu liði sínu og léns-
mennirnir þustu honum til hjálpar. Eftir nokkrar smá-
skærur réðust ítalir á her hans hjá bænum Adúa aðfara-
nótt 1. marz 1896; þeir voru miklu liðfærri, en treystu á
skotvopn sín og góða æfingu. En hér fór á annan veg en
ítalir hugðu. Abessiníumenn voru sumir vel vopnaðir, en
aðrir höfðu aðeins spjót að vopni. Þeim var vel stjórnað
og kunnu vél að hagnýta sér erfiðleika landslagsins. ítalir
biðu hinn hræðilegasta ósigur, helmingur hersins lá eftir
á vígvellinum, en þeir, sem undan komust, tvístruðust í
allar áttir, og flýðu burt úr landinu jafnskjótt og þeir
gátu.
Þetta þóttu mikil tíðindi um allan heim, því að það
hafði ekki komið fyrir áður, að vel æfður evrópeiskur
her, útbúinn með öllum nýtízkutækjum, hefði verið ger-
sigraður af þjóð, sem var talin hálfvillt og álitin vopn-
laus. En löngu síðar gátu menn uppgötvað, hvaðan
Abessiníumenn fengu riffla þá, er þeir notuðu við Adúa,
og er það harðla einkennileg saga, er frá því skýrir.
Þegar Victor Emanúel tók Rómaborg 1870, gerði
hann upptæk vopn þau, er franska setuliðið í borginni og
liðsmenn páfans höfðu borið. Þar á meðal voru nokkur
Þúsund rifflar af nýjustu gerð. Gerð var skrá yfir þá, og
þeir settir í góðar umbúðir og látnir í eitt af geymslu-
11*