Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 166
164
Abessinía.
[Skírnir
húsum stjórnarinnar, þangað til útkljáð væri um, hvort
ítalir eða Frakkar skyldu eiga þá. Nokkru síðar hurfu
þeir, og vissi enginn, hvað af þeim hafði orðið, en við
Adúa mættu ítalir þeim aftur. Þeim hafði verið stolið og
síðan smyglað til Abessiníu. Svo undarleg eru forlögin,
að byssurnar, sem Italir voru drepnir með í orustunni í
Adúa, voru komnar frá sjálfri Rómaborg!
Jafnskjótt og fregnin um ósigur Itala barst til Róm,
vék Crispi úr völdum, og hin nýja stjórn flýtti sér að
semja frið við Menelik. Hún viðurkenndi sjálfstæði
Abessiníu, og greiddi mikla fjárhæð, til þess að ítölskum
stríðsföngum væri gefið frelsi.
En því miður hafði komið fyrir atburður, sem hindr-
aði vinsamlega samvinnu þessara þjóða. Frá fornöld hef-
ir það verið siður í Abessiníu, að þegar orustur hafa ver-
ið háðar, þá limlesta sigurvegararnir lík fallinna óvina
sinna, og er það oft gert á fremur ófagran hátt. Þetta
gerðu Abessiníumenn líka eftir orustuna við Adúa, en
Italir hafa haldið því fram, að þeir hafi farið eins með
særða menn og sjúka. Hvort sem þetta er satt eða ekki,
þá er það víst, að ítalir hafa aldrei getað gleymt þessu,
og hafa síðan borið brennandi haturshug til Abessiníu-
manna og hugað á hefndir, nær sem færi gæfist.
Eftir orustuna við Adúa fengu Abessiníumenn að
sitja í friði um einn áratug, enda var þá vegur Meneliks
sem mestur. Hann reyndi að styrkja ríkið inn á við, og
halda friði við Evrópuríkin. Hin síðustu ár æfi sinnar var
þessi gamli herkonungur orðinn að friðarpostula, en eftir
dauða hans hófust þegar innanlandsóeirðir. Lénsmennirn-
ir hugðu gott til glóðarinnar, og ætluðu að endurreisa
völd sín, þegar gamli maðurinn væri úr sögunni. En gleði
þeirra varð skammvinn, því að þeir fengu við mann að
eiga, sem reyndist þeim ofjarl. Þó er sundrungarandinn
enn ríkur í landinu og sífelldur rígur milli einstakra hér-
aða og höfðingja.
Skömmu eftir síðustu aldamót fóru stórveldin fyrir
alvöru að blanda sér í málefni Abessiníu. ítalir vildu fá