Skírnir - 01.01.1935, Side 167
Skírnir]
Abessinía.
165
leyfi til þess að leggja járnbraut milli nýlendna sinna, en
hún þurfti að liggja yfir sneið af Abessiníu. Englendingar
vildu fá að gera stíflugarða við Tanavatnið, sem „Bláa
Níl“ á upptök sín í, til þess að geta komið betra skipu-
lagi á vatnsveitur í Súdan og Egiptalandi, og Frakkar
lögðu járnbrautina til Addis Abeba.
Þann 13. desember 1906 gerðu þessi þrjú stórveldi
samning með sér, sem er gott sýnishorn af því, hvernig
þau líta á réttindi smáríkja í öðrum heimsálfum. Efni
samningsins er á þessa leið:
Frakkland, England og Italía lofa að viðurkenna og
reyna að vernda sjálfstæði Abessiníu. Ef eitthvert þess-
ara ríkja fær sérréttindi til iðnaðar í landinu, þá má það
ekki beita þeim til skaða fyrir þegna hinna ríkjanna. Þau
lofa að blanda sér ekki í inncmlandsmál Abessiníu. Þau
ákveða að vinna sameiginlega að því að gæta hagsmuna
sinna í löndum þeim, er liggja umhverfis Abessiníu, og
áskilja sér jafnan rétt til að flytja vörur á járnbrautum
þeim, er kunna að verða lagðar um landið, og koma sér
saman um, hverjir skuli leggja þær.
Með samningi, er Italir og Englendingar gerðu með
sér í desember 1925, viðurkenndu ítalir einkarétt Eng-
lendinga til að reisa mannvirki við Tanavatnið, en Eng-
lendingar lofuðu aftur að vera ekki á móti því, að ítalir
fengi að leggja járnbraut yfir austurhluta Abessiníu.
Með þessum samningi voru stórar sneiðar af Abess-
iníu gerðar að „hagsmunasvæði“ þessara tveggja stór-
velda, og ef hann hefði komizt í framkvæmd, hefði lítið
orðið eftir af sjálfstæði landsins, enda var almennt búizt
við því í Evrópu, að það mundi hverfa úr tölu fullvalda
ríkja, en þá kom maður til sögunnar, sem eyðilagði áform
stórveldanna.
Ras Tafari keisari er fæddur 1891; hann er af hinni
gömlu konungaætt, sem þykist geta rakið kyn sitt til
Salómons. Árið 1916 varð hann kjörinn ríkiserfingi, en
þá réð landinu Zauditu drottning, dóttir Meneliks. Hún
var mjög íhaldssöm og vildi halda fast við gamlar venjur,