Skírnir - 01.01.1935, Side 169
Skírnir]
Abessinía.
167
manna, en oftar reyndi hann þó að beita vægari ráðum.
Einkum hafði hann þá aðferð, að bjóða ótryggum höfð-
ingjum til hirðarinnar og halda þeim þar. Hann fór að
eins og Loðvík XIV., að hann lét þá hafa nafnbætur og
vegtyllur, en ekki völd. Var það mjög um rætt í stórblöð-
um Evrópu, er keisari fór fyrir nokkru í opinbera heim-
sókn til Englands og Frakklands, að þá bauð hann með
sér öllum helztu lénshöfðingjum, til þess að hindra, að
þeir gæti gert uppreisn, meðan hann væri burtu! Svo að
ekki hefir hann borið gott traust til þegna sinna.
En þótt keisarinn hafi yfirbugað aðalinn að mestu
leyti, þá ná þó völd hans ekki til allrar þjóðarinnar. Ibú-
arnir í syðstu héruðum ríkisins fara enn ránsferðir inn í
nýlendur Englendinga og Itala, og ræna þar fénaði, fíla-
beini og þrælum. Þrælasala tíðkast enn í Abessiníu, þótt
keisarinn hafi bannað hana og Englendingar geri allt,
sem þeir geta, til þess að stöðva flutning á þrælum yfir
Rauðahafið til Arabíu. Annars er það skoðun margra, að
keisarinn hafi ekki beitt sér mikið fyrir því að útrýma
þrælasölunni, hvort sem það stafar af ótta við almenn-
ingsálitið og gamlar venjur, eða af öðrum ástæðum.
Þrælahald tíðkast enn almennt í Abessiníu, og er búskap-
ur víða rekinn mestmegnis með þrælum. Meðferð á þræl-
um kvað hafa verið betri í Abessiníu, en víðast hvar ann-
arsstaðar í Austurlöndum.
Mikið kapp lagði keisari á að bæta herinn, og ganga
ýmsar sögur um það, að til þess hafi hann fengið styrk
frá Japönum og ýmsum Evrópumönnum, en vant er að
vita, hverju trúa skal í því efni. Hitt er aftur á móti víst,
að fjöldi verkfræðinga og menntamanna hefir verið ráð-
inn til að starfa í Abessiníu. Eru það einkum menn frá
smáríkjum, svo sem Belgíu, Sviss og Svíþjóð, sem til
þess hafa verið kvaddir. Auk þess starfa þar allmargir
Japanar og Bandaríkjamenn. Sérstaklega hefir Hailé
Selassié lagt kapp á að auka viðskifti við Japana, því að
þeir eru hæfilega fjarlægir. Sagt er, að árið sem leið hafi
um 70% af innflutningi Abessiníu komið frá Japan.