Skírnir - 01.01.1935, Side 171
Skírnir]
Abessinía.
169
Samkomulagið við ítali virtist vera sæmilega gott á
yfirborðinu, eins og vænta mátti eftir samningana frá
1928. Fullur trúnaður mun þó aldrei hafa verið með þeim.
Á síðasta vetri hófust svo þær deilur með stjórnum ríkj-
anna, sem menn óttast að muni leiða til ófriðar.
Hverjar orsakir lágu til þess, að þessar deilur hófust,
er ekki gott að segja, en líklega hafa þær verið margar.
Um þetta er erfitt að dæma, því að fréttir eru allar óljósar
og litaðar. ítalir halda því fram, að herlið Abessiníu-
manna hafi ráðizt inn í ítalska hluta Somalílands og-
drepið menn en rænt fénaði. Það er alls ekki ósennilegt,
að einhver fótur sé fyrir þessum sögum, nema hvað telja
má víst, að það hafi ekki verið hermenn keisarans, sem ill-
virkin frömdu, heldur ræningjaflokkur, sem stjórnin hefir
ekki ráðið við, og af þeim er enn til nóg í suðurhluta
landsins, eins og áður er sagt.
Abessiníumenn halda því hinsvegar fram, að ítalsk-
ir hermenn hafi vaðið inn yfir landamærin og rænt og
drepið. Hér stendur því ein fullyrðing á móti annari, og
halda margir, að þær hafi báðar við nokkuð að styðjast.
Við landamæri Somalílands eru sífelldar smáskærur, en
stjórnirnar eru ekki vanar að taka þær hátíðlega.
ítalska stjórnin brá skjótt við og gerði allskonar
skaðabótakröfur á hendur Abessiníumönnum, en þeir
sneru sér aftur til Þjóðabandalagsins og báðu það að
miðla málum, en það hefir engu til leiðar komið. Virðist
það ekki heldur hafa haft mikla löngun til þess að ganga
í berhögg við ítali. f þessu þófi hefir staðið í marga mán-
uði, en eftir því, sem lengur hefir verið deilt, hafa kröf-
ur ftala harðnað. Jafnframt hafa þeir flutt mikinn liðs-
íjölda til Somalílands, og eru sífellt að auka vígbúnað
sinn þar. Abessiníumenn hafa vígbúizt eftir föngum á
rnóti, en efni þeirra eru lítil, í samanburði við stórveldið.
Þeir hafa tvennskonar her: konungsherinn, þ. e. fylgdar-
Hð konungs, og setulið í köstulum. Þetta lið er vel æft og
ssemilega útbúið, að minnsta kosti að léttari skotvopnum.