Skírnir - 01.01.1935, Page 172
170
Abessinía.
[Skírnir
Yegna vegaleysis er líka erfitt að koma við þungum fall-
byssum, nema á stöku stað.
Miklu fjölmennara en konungsherinn er leiðangurs-
lið lénshöfðingja. Það er ekki eiginlegur her, heldur mik-
ill hluti bændanna, sem mætir undir vopnin þegar hús-
bændurnir krefjast þess. Þetta lið er auðvitað lítið æft,
nema að því leyti, sem allir Abessiníumenn kunna eitt-
hvað til vopna. Talið er, að útbúnaður þess sé mjög mis-
jafn.
Það er ekki gott að segja, hve miklum her Hailé Se-
lassié getur boðið út. Þýzkur herfræðingur skýrir nýlega
frá því í „Preussische Jahrbúcher“, að herinn muni geta
orðið allt að hálfri milljón manna. Auðvitað geta ítalir
boðið út miklu stærri her og betur útbúnum, en þeir eiga
við mikið peningaleysi að stríða, eins og hinar strönga
innflutningshömlur þeirra sýna, og samúð hafa þeir litla
hjá öðrum stórþjóðum. Að vísu hafa Frakkar með samn-
ingum milli Laval og Mussolini, er gerður var síðasta
vetur, gefið Itölum hlutdeild í stjórn járnbrautarinnar
frá Djibuti, en fyrir herflutninga er brautin lokuð.
Þess má líka geta, að vegna fjarlægðar og erfiðra
staðhátta, hlýtur ófriður við Abessiníu að verða ítölum
afardýr. Fyrir Abessiníumenn mundi hann verða tiltölu-
lega miklu ódýrari, enda eru þeir peningasnauð þjóð. En
þeir treysta á hreysti sína og hamingju, eins og keisar-
inn komst að orði í bréfi til Þjóðabandalagsins 1926:
„I allri sögu vorri höfum vér sjaldan mætt útlend-
ingum, sem ekki girntust að eignast land vort og eyði-
leggja sjálfstæði vort, en með guðs hjálp og hreysti her-
manna vorra höfum vér jafnan, hvað sem að liöndum hef-
ir borið, staðið stoltir og frjálsir í fjalllendi voru“.
Hvað er meiningin með hinum miklu herflutningum
Itala til Somalílands? Það er lítt hugsandi, að þeir séu
gerðir aðeins til þess að hræða Abessiníumenn og fá af-
sökun þeirra og einhverjar skaðabætur. Líka bendir þaS
til þess, að ítalir hafa neitað að þiggja milligöngu Þjóða-
bandalagsins. Það liggur næst við að ætla, að þeir hugsi