Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 174
Hallmundarkviða.
Eftir Guðm. Finnbogason.
Kvæðið í Bergbúaþætti, sem stundum hefir verið
nefnt Hallmundarkviða, er að mörgu merkilegt. Guð-
brandur Vigfússon telur það varla eldra en frá miðbiki
13. aldar, og mun erfitt að ákveða það nánar. Kvæðið er
lagt í munn jötni einum, og mun hann eiga að vera Hall-
mundur sá, er getur um í niðurlagi fyrsta erindis, en
þau vísuorð koma líka fyrir í Grettis sögu nálega óbreytt,
og eru þar sögð úr flokk, sem Grettir kvað um Hallmund.
Fyrstu sex vísurnar, eða fyrri helmingur kvæðisins, eru
lýsing á eldgosi úr jökli, gnýnum, sem stendur af elds-
umbrotunum, jarðskjálftunum, eldi og eimyrju, vatns-
flóði; fjallabungurnar springa, áin fossar fram, fjöllin
skjálfa, margir menn farast og alstaðar er ys og þys,
klettar rifna og „aurr tekr upp at færask undarligr ór
grundu“, himininn rifnar og loks kemur hellirigning, það
er sem heimsendir sé kominn. — Síðari hluti kvæðisins
er um jötuninn sjálfan og félaga hans jötna og viður-
eign þeirra við Þór. Hugsunin virðist vera sú, að eldsum-
brotin komi af baráttu Þórs við jötna. Hann hafi rekið
þá niður í undirheima og heimsótt þá þar. Jötnar fara
halloka, kynstofn þeirra þverr og Hallmundur fer
hnugginn „niðr í Surts ens svarta sveit, í eld enn heita“.
Það er ekki líklegt, að nokkur maður hefði lýst
eldgosi úr jökli eins vel og gert er í Hallmundarkviðu,
nema sá, er sjálfur hefði verið sjónar- og heyrnarvott-
ur að slíkum atburði. Og lýsingar kvæðisins eru svo lík-