Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 175
Skírnir]
Hallmundarkviða.
173
ar þeim, sem lesa má í „Skýrslum um Kötlugos“ í „Safni
til sögu íslands“, 4. bindi, að sennilegast virðist, að
skáldið hafi einmitt Kötlugos í huga. Þegar t. d. Þor-
steinn Magnússon í skýrslu sinni „um jöklabrunann fyr-
ir austan 1625“ segir frá „hvað skeð og komið hefur af
þeim mikla eldgangi, vatnsflóði, jökulhlaupi, öskufaíli,
sandregni og grjótkasti“, þá kannast maður við hvert
atriðið af öðru í Hallmundarkviðu. Hér er ekki rum til
að rekja það, menn geta sjálfir borið það saman. Eg
get þó ekki stillt mig um að nefna þetta:
Yfir Hallmundarkv.iðu er átakanlegur heimslita-
blær, sérstaklega í 6. v.; „himinn rifnar þá“, segir þar.
Þorsteinn Magnússon segir: „En þessu jafnframt strax
eftir kom myrkur yfir allt að norðan með fjallbyggð-
inni með stórum reiðarþrumum, braki og brestum og
eldgangi, svo menn ei annað hugðu en það, að loftin og
himnarnir mundu sundur springa og yfir oss falla“ (bls.
203) ; og á öðrum stað segir hann, að „allmargir þeir í
guðs orði lítt eður ekki um fróðir eður lesnir voru með
hverjum hætti eður skjótum atburði að sá síðasti til-
komudagur vors herra Jesú Christi koma mundi, meintu
að dómadagsundur allareiðu yf.ir sig komin væri etc.“
(bls. 209). Og Eggert Ólafsson segir í Ferðabók sinni
(bls. 758), þar sem hann minnist á Kötlugosið 1755, að
alþýða manna hafi haldið, að 'heimsendir væri kominn
(smbr. Kvæði E. Ó., bls. 97).
I íslenzkum annálum segir, að eldur hafi komið
upp í Sólheimajökli 1245 og 1262. Síra Jón Steingríms-
son telur í ritgerð sinni um Kötlugjá síðara gosið hafa
verið 1263 og segir um það: „Kom eldur upp í sama
stað með þykku öskufalli, svo að sól sást eigi um mið-
degi í heiðskýru veðri. Svoddan skelfileg ógn af einbera
vikur, sandi og stórbjörgum hefur í þessum hlaupum úr
jöklinum fallið, sem sig hefur útbreitt á báðar síður,
vel svo einn þriðja part úr þingmannaleið, sem aldrei
verður framar grasland, að dýpt hérumbil 20 faðmar
að þverhníptu á að gizka, eftir því sem ég hef að snið-