Skírnir - 01.01.1935, Síða 184
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
Eftir Ólaf Lárusson.
Annar meginþátturinn í stjórnarskipun allra ger-
manskra þjóða að fornu voru þingin, þ. e. samkomur
frjálsra og vopnfærra manna þjóðarinnar allrar eða ein-
hvers brots úr þjóðarheildinni. Þingin voru samkomur
þessara manna um almenningsmál, og í fyrndinni og lengi
fram eftir öldum voru þau aðalatriði stjórnarskipunar-
innar, sterkasti þáttur stjórnvaldsins hjá þjóðum þess-
um, því almennt er talið, að hinn aðalþátturinn, höfð-
ingjavaldið, hafi komið seinna til sögunnar og seinna náð
að eflast.1) Hversu forn þingin eru, verður ljósast af því, að
orðið þing er samgermanskt orð, þing í norrænum málum
og engilsaxnesku, dinc í forn-háþýzku, thinx í máli Lang-
barða. Þetta sýnir, að þingin eiga sér ævafornar rætur, og
þessi stjórnartilhögun var líka germönskum þjóðum svo í
blóðið borin, að hvar sem þeir komu á öllum flutningum
sínum, þá efndu þeir hvarvetna til þinghalda. Svo var á
þjóðflutningatímunum, er germanskar þjóðir brutust inn
í lönd Rómaveldis, og svo var einnig á víkingaöldinni, er
norrænar þjóðir tóku sér ný lönd í Austur- og Vestur-
vegi. Allar líkur eru því til þess, að forfeður vorir hafi
fylgt þessum samgermanska sið, er þeir fluttu hingað
til íslands, að hér á landi hafi einnig verið tekin upp
þinghöld og það mjög bráðlega eftir að landið tók að
byggjast. Vér vitum, að tæpum 60 árum eftir að Ingólf-
1) Karl v. Amira: Grundr. des. germ. Rechts., bls. 149.