Skírnir - 01.01.1935, Page 185
Skírnir]
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
183
ur Arnarson settist aS hér á landi, var komið föstu skipu-
lagi á allsherjarþing landsmanna, alþingi, en það verður
að teljast ósennilegt, að þinghöld hafi eigi verið komin á
fyrir þann tíma, þó eigi væru fyrir landið allt. í sög-
unum er líka getið um tvö þing hér á landi, eldri en al-
þingi. Annað er Kjalarnesþing, sem Ari fróði segir, að
Þorsteinn Ingólfsson hafi haft, áður en alþingi var sett,
„ok höfðingjar þeir, er at því hurfu".1) Kjalarnesþings
þessa er einnig getið í Landnámu2) og í Grettissögu. 1
síðastnefndu heirpildinni segir, að málið út af vígi Ófeigs
grettis hafi verið lagt til Kjalarnesþings, „því at þá var
«nn eigi sett alþingi“3). Ófeigur grettir var landnáms-
maður, og hefir Guðbrandur Vigfússon talið, að víg hans
hafi orðið á árunum 908—9 104). Sé sögn þessi rétt, hefir
Kjalarnesþing því verið a. m. k. 20 árum eldra en alþingi.
Landnáma segir að vísu, að Þorsteinn Ingólfsson hafi
látið setja þing þetta, en Ari fróði, sem sennilega er
heimildarmaður Landnámuhöfundarins um þetta, segir
aðeins, að Þorsteinn hafi haft þingið. Eftir orðum Ara
gæti þingið því verið eldra en frá dögum Þorsteins, ver-
ið sett af Ingólfi föður hans. En hvort sem það er stofn-
að löngu eða skömmu fyrir 930, þá varð þetta þing lang-
líft, því eitt af vorþingunum í Sunnlendingafjórðungi
varð framhald þess og bar sama nafn.
Hitt þingið, sem sögurnar geta um að háð hafi verið
fyrir 930, er þingið, sem Landnáma og Eyrbyggja segja,
að Þórólfur Mostrarskegg, landnámsmaður, hafi sett
á fót í landnámi sínu vestur við Breiðafjörð. Þing þetta
varð, eins og Kjalarnesþing, upphaf að einu vorþinganna,
er síðar urðu, og var nefnt Þórsnesþing.
Frá stofnun þings þessa er sagt í sambandi við frá-
sögnina um landnám Þórólfs og mun eg fyrst víkja nokkru
1) íslendingabók, kap. 3.
2) Útg. 1925, kap. 52.
3) Grettissaga, kap. 10.
4) Safn til sögu ísl., I, bls. 236.