Skírnir - 01.01.1935, Page 186
184
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
[Skírnir
nánara að þeim sögnum. Um landnám Þórólfs eru til
þrjár mismunandi heimildir, 1) Melabókarbrotið af Land-
námu, 2) Gísla saga Súrssonar og 3) Eyrbyggja og aðal-
gerðir Landnámu, Sturlubók og Hauksbók.
1 Melabókarbrotinu er aðeins sagt stuttlega frá iand-
námi Þórólfs, ummerkjum þess og bústað hans, og rakin
ætt frá honum. Þinghalds hans er þar ekki getið.1)
í Gísla sögu Súrssonar er aðeins minnst lauslega á
landnám Þórólfs í inngangi sögunnar af hinni lengri gerð
hennar. Þar er þingsins heldur eigi getið.2)
Loks koma svo í þriðja lagi frásagnir Eyrbyggju og
aðalhandrita Landnámu, Sturlubókar og Hauksbókar. í
Sturlubók er frásögn þessi í 85. kap., en í 73. kap. í Hauks-
bók, og er hún samhljóða í báðum bókunum. Þar er sagt
frá tildrögunum til þess, að Þórólfur fór hingað út, frá
landnámi hans og bústað, byggingu hofsins, átrúnaðinum
á Helgafell, þinghaldi Þórólfs, deilum Þórsnesinga og"
Kjalleklinga, flutningi þingsins, blótsteininum og dóm-
hringnum á nýja þingstaðnum og fjórðungsþingsetningu
Þórðar gellis.3) Frá öllu þessu er einnig sagt í Eyrbyggju,
kap. 2—4 og 9—10. Frásögn Eyrbyggju er þó öll miklu
ítarlegri, en að öðru leyti ber henni vel saman við Land-
námu og efnismunur er lítill milli þeirra, svo langt sem
frásögn Landnámu nær. Efnisröðin er hin sama og sums-
staðar er frásögnin orðrétt eins í báðum ritunum. Vegna
þessa kom Björn M. Ólsen fram með þá tilgátu, að þessi
kafli í Landnámu sé tekinn úr Eyrbyggju, sé ágrip af þeim
5 kapítulum hennar, sem áður var getið.4) Flestir fræði-
menn munu nú hallast að þessari skoðun, og virðist hún
hafa mjög mikið til síns máls, einkanlega virðist örðugt
að skýra það með öðrum hætti, að efnisröðin er hin sama
í þessum kafla Landnámu og í Eyrbyggju. Auk þess er og
1) Landnáma (útg. 1900), bls. 228.
2) Gísla saga Súrssonar (útg. 1929), bls. 74 (kap. 1).
3) Landnáma (útg. 1900), bls. 31—32, 152—153.
4) Aarb. for nord. Oldk. og Hist. 1905, bls. 108—110.