Skírnir - 01.01.1935, Síða 187
Skírnir]
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
185
ýmislegt í stíl þessa kafla Landnámu, sem virðist sýna, að
hann sé ágrip úr öðru riti og það einmitt úr Eyrbyggju.
Sé þessu þannig varið, þá leiðir af því það, að Eyrbyggja
er eina ritaða heimildin, sem vér höfum um þinghald Þór-
ólfs Mostrarskeggs. Nú er Eyrbyggja eigi færð í letur fyrr
en að minnsta kosti 3 öldum eptir að Þórólfur kom hingað
til lands. Um aldur hennar hefir mönnum að vísu eigi
komið saman. Finnur Jónsson mun vera sá fræðimaður,
sem telur hana elzta, og taldi hann, að sagan væri rituð á
síðari hluta 12. aldar.1) Aðrir hafa talið hana ritaða eptir
1200. Einar Ól. Sveinsson hefir fært veigamiklar líkur
fyrir því, að sagan sé rituð einhvern tíma á tímabilinu
1200—1222.2) Hvað sem því líður, þá er þó víst, að svo
langur tími hefir liðið á milli þess, að þessir atburðir gerð-
ust og að sagan, sem vér nú höfum, var færð í letur, ao
ástæða getur verið til að spyrja, hvort nokkuð megi
treysta slíkri heimild, hvort heimild, sem svo er ástatt
um, sé yfirleitt þess verð, að henni sé nokkur gaumur gef-
inn eða nokkuð mark á henni tekið.
Þessi spurning er einn liðurinn í spurningunni um
sannfræði íslendingasagna. Er það umfangsmikið mál og
örðugt úrlausnar og skal eg eigi ræða það frekara hér, en
aðeins drepa á nokkur atriði, er snerta Eyrbyggju sérstak-
lega, og þó einkum það atriði hennar, sem hér ræðir um.
Það sem Eyrbyggja segir frá Þórólfi Mostrarskegg
myndi teljast til þess, er fræðimenn nefna fróðleik, er þeir
greina á milli tvennskonar efnis í sögunum, annarsvegar
eiginlegra sagna og hins vegar fróðleiksgreina. Þegar
meta á sannindi slíkra fróðleiksgreina, virðist einkum
koma tvennt til skoðunar, annarsvegar heimildir þær,
sem höfundurinn hefir farið eftir og mat á gildi þeirra,
hins vegar efni fróðleiksgreinarinnar sjálfrar, hversu
sennileg hún er, og kemur þar margt til skoðunar, m. a.
hliðstæður í öðrum heimildum, afstaða þess, er lýst er, til
1) Den oldn. og oldisl. Litt. Hist. II, bls. 432.
2) fsl. fornrit IV. bls. XLV—LII.