Skírnir - 01.01.1935, Page 188
186
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
[Skírnir
menningar þeirra tíma, er þaS á að vera frá, fornmenjar,
örnefni o. fl.
Að því er fyrra atriðið, heimildir höfundar Eyr-
byggj u um þetta efni, snertir, þá er þess fyrst að geta, að
vera má, að sagan styðjist að einhverju leyti við eldri
rit, sem nú eru glötuð. Ef svo er, styttist tímalengdin
milli sögunnar sjálfrar og atburðanna, sem hún lýsir. Ein-
ar Ól. Sveinsson telur nokkrar líkur vera til þess, að höf-
undur Eyrbyggju hafi m. a. stuðzt við eldra rit, sem nú
sé glatað, og runnið hafi verið frá Ara fróða.1) Ef svo er,
og líkurnar fyrir þessu eru allmiklar, þá hefir það rit verið
50—100 árum nær atburðum Eyrbyggju en sagan sjálf.
Enn nær atburðunum komumst vér er vér lítum til þess,
við hvaða heimildir Ari muni hafa stuðzt um þessi efni.
Af heimildarmönnum þeim, sem hann nefnir í Islendinga-
bók, eru einkum tvö líkleg til að hafa frætt hann um sögu
Þórsnesinga. Annað þeirra var Þorkell Gellisson, föður-
bróðir hans. Ari segir, að hann hafi munað langt fram.2)
Þorkell Gellisson var sonarsonur þeirra Þorkels Eyjólfs-
sonar og Guðrúnar Ósvífursdóttur, og hann var eigi fjær
söguöldinni en svo, að hann gat sagt Ara frænda sínum af
byggingu Grænlands eptir því, sem honum hafði sagt mað-
ur, er sjálfur hafði fylgt Eiríki rauða þangað út.3 4) Þor-
kell mun hafa verið fæddur á Helgafelli og búið þar alla
æfi og hefir hann því verið fróður um þær sagnir frá
fyrri tímum, er geymzt höfðu þar í sveitinni. Gellir faðir
hans var líka fæddur á Helgafelli og dvaldi þar alla æfi
og má ætla, að Þorkell sonur hans hafi getað haft marg-
víslegan fróðleik frá honum. Gellir er talinn fæddur 10081)
og hefir hann því verið 23 ára gamall, þegar Snorri goði
dó. Gellir hefir að öllum líkindum þekkt Snorra sjálfan,
og hann gat hafa haft sagnir bæði frá Snorra og mörgum
1) ísl. fornrit IV, bls. XI.
2) Islendingabók, kap. 1.
3) Islendingabók, kap. 6.
4) ísl. fornrit V. bls. LIX.