Skírnir - 01.01.1935, Síða 189
Sldrnir]
Þing' Þórólfs Mostrarskeggs.
187
mönnum öðrum, sem lifað höfðu þá atburði ýmsa, er seg-
ir frá í Eyrbyggju. — Hinn heimildarmaðurinn var Þur-
íður Snorradóttir goða, sem Ari segir, að verið hafi „bæði
margspök ok óljúgfróð*1.1) Þuríður dó 1112 eða 1113 og
er þá sögð 88 ára gömul, og hefir hún því verið fædd
1024 eða 1025. Vér sjáum af þessu, að þessir heimildar-
menn Ara gátu hafa haft sagnir af atburðum, sem gerzt
höfðu á síðari hluta 10. aldar, frá sjónarvottum og sam-
tíðarmönnum, og bilið er þá heldur eigi mjög langt frá
þeim til atburða, er gerzt höfðu á landnámstíð. Hafi því
höfundur Eyrbyggju stuðzt við rit frá Ara og sé frásögn-
in um landnám Þórólfs Mostrarskeggs þaðan komin, og
hafi Ari fengið vitneskju sína um það frá þeim Þorkeli
Gellissyni og Þuríði Snorradóttur, þá má segja, að unnt
sé að rekja þá sögu svo langt fram, að komið sé svo í
námunda við atburðina, að fremur lítil hætta ætti að vera
á því, að málum sé mjög blandað í frásögninni. En fyrir
þessu höfum vér aðeins líkur, en engar sannanir.2) Víst er
það, að mikinn hluta af efni Eyrbyggju hefir höfundur
hennar tekið eftir munnmælum, sem gengið hafa manna
á milli á hans dögum. En einnig, ef til þessa er litið, þá
virðast skilyrðin til þess, að slík munnmæli hafi geymzt
vel, hafa verið óvenjulega góð að því er til Eyrbyggju tek-
ur. Það að arfsögn geymist rétt og óbrjáluð virðist eink-
um vera komið undir tvennu. Annað er það, að sögnin sé
staðbundin, geymist í því byggðarlagi, þar sem þeir at-
1) íslendingabók, kap. 1.
2) Það er eftirtektarvert, að annálar greina ýmist fæðingar-
eða dánarár 5 ættliða í Þórsnesingakyni, eða hvorttveggja, sjálfs
ættföðursins, Þórólfs Mostrarskeggs, Þorsteins þorskabíts, Þor-
gríms Þorsteinssonar, Snorra goða og Þuriðar Snorradóttur. Er
þetta einsdæmi í annálunum og á sér ekki stað um neina ætt aðra
um þær mundii'. Virðist þetta sýna, að annálahöf. hafi haft skrif-
aða heimild um Þórsnesinga við að styðjast. Sú heimild bendir til
Þuríðar Snorradóttur og enginn maður er líklegri en Ari til að
hafa fært hana í letur, bæði vegna kynna sinna af Þuríði og vegna
áhuga síns og alúðar við ákvörðun tímatalsins í ísl. sögum.