Skírnir - 01.01.1935, Page 190
188
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
[Skírnir
burðir, er hún lýsir, höfðu gerzt. Hitt er það, að hún sé
ættbundin, sé tengd við tiltekna ætt og geymist hjá henni.
Eyrbyggja gerist að mestu leyti í Helgafellssveit, og það
mun ekki vera vafi á því, að hún er færð í letur um þær
slóðir, og þá er líka öll ástæða til að ætla, að munnmæli
þau, sem höfundur sögunnar hefir fært í letur, séu munn-
mæli, sem geymzt hafa þar í sveitinni, á sjálfum sögu-
stöðvunum. Eyrbyggja er ættasaga eins og flestar Islend-
ingasögur. Þær ættir, sem mest gætir í sögunni, og standa
þar á öndverðum meiði, Þórsnesingar og Eyrbyggjar, voru
hvortveggja kynsælar ættir, sem heldu virðingu sinni
langan aldur, og því má ætla, að lagt hafi mikla rækt við
minningarnar um forfeður sína. Sennilegt er, að eitthvað
fólk af þessum ættum hafi búið á stöðvum ættanna næstu
mannsaldrana eftir að sagan gerðist, og hlúð þar að minn-
ingunum um hið liðna. Báðar runnu þessar ættir saman,
þegar í næsta lið frá aðalsöguhetjunum, svo að minningar
beggja ættanna urðu niðjunum sameiginlegar. Þuríður hin
spaka, dóttir Snorra goða, giftist Gunnlaugi syni Stein-
þórs á Eyri. Hafa þau sennilega búið þar vestra. Önnur
af dætrum Snorra, Sigríður, átti fyrir seinni mann Kolla
Þormóðsson, bróðurson Steinþórs á Eyri, og bjuggu þau
í Bjarnarhöfn.1) Það má því ætla, að munnmælin hafi ver-
ið bæði staðbundin og ættbundin, og að skilyrðin til þess
að þau geymdust vel hafi því verið óvenjulega góð.
Ef vér því næst lítum á frásögn Eyrbyggju um Þór-
ólf Mostrarskegg og sennileik hennar, þá verður ekki sagt,
að neitt sé ósennilegt í þeirri sögn, og fyrir flestum atrið-
um í henni má finna einhvern stuðning í hliðstæðum, sem
getið er um annarsstaðar, eða af öðrum líkum. Örnefnin
Þórsnes og Þórsá sýna, að sá maður, sem land nam á þess-
um slóðum og gaf þar nöfn, hefir verið vinur Þórs, eins
og Eyrbyggja segir að Þórólfur hafi verið. Nafnið Stafá,
sem sagan segir, að séu hin ytri mörk á landnámi Þórólfs,
á líklega rót sína að rekja til stangar eða stafs, sem þar
1) Eyrbyggja, kap. 65.